„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 12:52 Páll Magnússon og Benedikt Jóhannesson mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt. Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Páll hefur sjálfur lagt fram frumvarp á Alþingi sem ætlað er að girða fyrir óeðlilega samþjöppun aflaheimilda. Athygli hefur vakið að Páll leggi fram frumvarpið upp á eigin spýtur, einkum í ljósi þess að ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Kristján Þór Júlíusson, fer fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála. „Í fiskveiðistjórnunarlögunum er þak sem á að koma í veg fyrir að of mikið af aflaheimildum safnist á fáar hendur. Þetta þak er, ein viðmiðunin er að enginn einn aðili má fara með meira en 12% af heildaraflaheimildunum við Ísland. Þversögnin hins vegar í fiskveiðistjórnunarlögunum er sú að þessi aðili, sem hugsanlega væri kominn með 12% hann getur hins vegar keypt 49,9% í öllum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, án þess að heimildir þeirra teldust til hans eða bættust við,“ sagði Páll. Þannig gætu tæknilega að sögn Páls, átta fyrirtæki sem ættu hvert um sig upp í þakið 12% en eitt þeirra ætti síðan helminginn í öllum hinum. „Þetta tel ég vera mikla gloppu í lögunum og ég vil freista þess að laga það með þessu frumvarpi,“ sagði Páll. Benedikt sagðist taka undir hugsunina hjá Páli, hún sé í sjálfu sér góð en að sjálfur myndi hann vilja ganga lengra. „Mér finnst þetta, af því það má eflaust deila um þessi 12%, hvort þau séu endilega rétta talan, en ef við erum með einhverja svona viðmiðun þá á náttúrlega að fara eftir því. Mér finnst hugsunin hjá Páli vera ágæt að reyna að laga þetta en mér finnst hann reyndar ekki ganga nógu langt vegna þess að fyrirtæki sem á 49,9% í einhverju fyrirtæki stjórnar því náttúrlega. Það er ráðandi hlutur. Við vitum það að á hlutabréfamarkaði að þá þurfa aðilar að gera yfirtökutilboð ef þeir fara yfir 30%, þá eru þeir taldir ráðandi í félaginu,“ sagði Benedikt. Þegar séu dæmi þessa til staðar er varðar sjávarútveginn. „Samherji á 49% að minnsta kosti í Síldarvinnslunni og þar var, að minnsta kosti til skamms tíma, forstjóri Samherja stjórnarformaður en svo er því haldið fram að þetta séu alls óskildir aðilar. Þetta er auðvitað galli og Páll bendir á þetta. Ég myndi vilja að segja að menn mættu ekki eignast ráðandi hlut, ég myndi ganga skrefinu lengra,“ segir Benedikt.
Sjávarútvegur Alþingi Sprengisandur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira