Þekking, fræðsla og verklag innan skóla varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2020 16:01 Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Dagana 19.-26. október 2020 gerðu Barnaheill netathugun innan leik- og grunnskóla landsins á þekkingu og fræðslu fyrir starfsfólk og nemendur og verklag varðandi forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Athugunin náði til 404 leik- og grunnskóla, en skólastjórnendum var sendur spurningalisti með sex spurningum. Alls svöruðu 189 skólar listanum eða 46,8%. Helstu niðurstöður athugunarinnar sýna að í 61% skóla hafa kennarar, annað starfsfólk og nemendur fengið forvarnafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Það er áberandi í svörum skólastjórnenda um forvarnafræðslu að flestir nefndu fræðslu frá Blátt áfram, en forvarnasamtökin Blátt áfram voru stofnuð 2004 og sameinuðust Barnaheillum 2019. Það er afar jákvætt að sjá að skólar sem fengið hafa fræðslu fyrir starfsfólk sitt hafa einnig séð mikilvægi þess að bjóða nemendum upp á forvarnafræðslu. Að auki er hér tækifæri fyrir 25% skóla sem svöruðu „Nei“ við þessum spurningum að fá forvarnafræðslu fyrir starfsfólk sitt og nemendur. Í spurningunni „Treysta kennarar sér til að sinna forvarnafræðslu“, svöruðu 50% játandi, 6% neitandi en 43% voru ekki viss. Það liggur fyrir að ekki er lögð áhersla á þessa fræðslu hjá t.d. Menntavísindasviði Háskóla Íslands eða í öðru kennaranámi. Hér er augljóst tækifæri fyrir skóla til að efla fræðslu um mikilvægi forvarna hjá kennurum og öðru starfsfólki. Fræðsla um forvarnir þarf að innihalda leiðbeiningar og dæmi um lausnir sem fólk á auðvelt með að tileinka sér. Tvær spurningar listans varða verkferla innan skólans. Spurt er hvort verkferlar séu til staðar í skólanum ef grunur um kynferðisofbeldi gegn barni kemur upp. 86% svarenda svöruðu þessari spurningu játandi. Einnig er spurt hvort kennarar séu upplýstir um verkferlana en því svöruðu 76,5% játandi. Hér er áberandi og er það vel, hve margir skólar eru með skýra verkferla er kemur að tilkynningum um kynferðisofbeldi á börnum. Viðbrögð skólastjórnenda við þessari netathugun sýnir hve mikilvægar forvarnir gegn kynferðisofbeldi eru í huga þeirra. Það er afar gott að sjá stóran hluta svarenda sinna forvörnum vel, en í skriflegum svörum er kallað eftir meira stuðningsefni og reglulegu samtali um forvarnir. Það er hvatning fyrir samtök eins og Barnaheill sem bjóða reglulega upp á fræðslu og samtal með einhverjum hætti að halda áfram að efla stofnanir í að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun