„Blóðug sóun“ Landspítalans Sigrún Jónsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:30 Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga. Skýrsla gæða- og sýkingavarnadeildar Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti hefur endurvakið margsagða sögu um aðstæður og aðbúnað á spítalanum. Umræða um úrelt húsnæði, mönnunarvanda og óviðunandi aðstæður á Landspítalanum er svo sannarlega ekki ný af nálinni og við umfjöllun um skýrsluna hefur langtímafjármögnun heilbrigðiskerfisins borið á góma, eða réttara sagt vanfjármögnun þess. Hagræðingarkrafa og hallarekstur samhliða umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins vekur skiljanlega hörð viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans hefur sagt að krafan eigi eftir að draga úr slagkrafti spítalans í því að takast á við krefjandi verkefni. Hvaða verkefni gæti verið meira krefjandi en einmitt heimsfaraldur COVID-19? Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann, sem fór að mati sóttvarnalæknis næstum á hliðina í faraldrinum síðustu vikur. Síðastliðinn áratugur hefur ekki heldur verið dans á rósum fyrir Landspítalann og hið opinbera heilbrigðiskerfi. Eftir hrunið árið 2008 tók við niðurskurðartímabil innan opinbera heilbrigðiskerfisins sem hafði heilmikil áhrif á rekstur spítalans. Nokkrum árum síðar tóku við svokölluð verkfallsár og stigmagnaðist opinber umræða um stöðu Landspítalans, sem var þó búin að vera hávær fyrir. Velferðarráðuneytið brást við umræðunni með gerð skýrslu um afköst á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni vinnuafls. Tilgangur hennar var að kortleggja betur stöðu Landspítalans og hvar tækifæri til umbóta lægju þegar bjartari tímar væru fram undan í efnahagsmálum. Bjartari tímar vörðu ekki lengi – enda hófst árið 2020 með látum, bæði með tíðindum um hættuástand á bráðamóttöku Landspítalans og yfirvofandi heimsfaraldri. Eins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, nefndi í Kastljósi í síðustu viku eru stjórnvöld í mikilli skuld gagnvart samfélaginu. Frá árinu 2003 hefur Ísland verið eitt fárra samanburðarlanda þar sem dregið hefur úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og kemur fram í fyrrnefndri skýrslu velferðarráðuneytisins að Ísland ver hlutfallslega litlu fjármagni til heilbrigðismála. Á niðurskurðarárunum tókst Landspítalanum að minnka útgjöld án þess að rýra gæði þjónustu sem er eftirtektarvert. Hins vegar krafðist það mikils af starfsfólki. Uppi voru óeðlilegar aðstæður sem voru á engan hátt sjálfbærar til langstíma. Aukning á framlögum til opinbera heilbrigðiskerfisins síðustu ár var því brýn og hafa stjórnvöld endurtekið bent á þá ríflegu aukningu sem svar við umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Kjarninn hefur hins vegar vakið athygli á því að þótt að árleg ríkisframlög til Landspítalans hafi tvöfaldast á síðustu árum í krónum talið þá er hún ekki jafnmikil ef tekið er tillit til verðlags og mannfjölgunar á síðustu tíu árum. Til viðbótar þá munu framlög ríkissjóðs til Landspítalans ekki haldast í takti við verð- og mannfjöldaþróun í ár og lækka um fimm þúsund krónur á mann miðað við árið 2019. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Í nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) um fjármögnun heilbrigðiskerfa, „Health at a Glance 2020“, kemur fram að Ísland varði um 7,3% af vergri landsframleiðslu í opinbera heilbrigðisþjónustu árið 2019 sem er um tveimur prósentustigum lægra en hlutfall Svíþjóðar og Noregs. Ef fjármögnun Landspítalans er ekki aukin núna, og þjónusta við sjúklinga skerðist þar með, er hætta á að við drögumst enn frekar aftur úr nágrannaþjóðum okkar. Lágmark er að fjármögnun sé tryggð í takti við mannfjölda- og verðlagsþróunar. Titlar eins og „Stórslys í aðsigi á bráðamóttökunni“ og „Landspítalinn – tifandi tímasprengja?“ hafa í gegnum tíðina verið alltof kunnugleg sjón og á ég erfitt með að trúa að það stafi einfaldlega af lélegum rekstri og sóun. Ef um „blóðuga sóun“ sé að ræða innan opinbera kerfisins, líkt og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur gefið í skyn, hvers vegna er þá þjónusta við sjúklinga að skerðast? Að lokum er viðeigandi að rifja upp orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingar, á Alþingi í nóvember þegar hann ávarpaði fjármálaráðherra um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins: „Það er sóun að láta handvömm ráðherra, eins og í Landsréttarmálinu, kosta ríkið tugi milljóna.“ Höfundur er fulltrúi í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna (UJ) og 6. árs læknanemi við Háskóla Íslands. Ályktun UJ um stöðu heilbrigðiskerfisins á tímum COVID-19 má lesa hér . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur borið á talsverðri umfjöllun um Landspítalann og stöðu hans í miðjum heimsfaraldri. Landspítalinn er nú loks kominn af hættustigi yfir á óvissustig en erfitt er að gleðjast yfir því þegar fregnir berast af hagræðingarkröfu stjórnvalda gagnvart spítalanum og uppsöfnuðum hallarekstri hans, sem mun að óbreyttu skerða þjónustu við sjúklinga. Skýrsla gæða- og sýkingavarnadeildar Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti hefur endurvakið margsagða sögu um aðstæður og aðbúnað á spítalanum. Umræða um úrelt húsnæði, mönnunarvanda og óviðunandi aðstæður á Landspítalanum er svo sannarlega ekki ný af nálinni og við umfjöllun um skýrsluna hefur langtímafjármögnun heilbrigðiskerfisins borið á góma, eða réttara sagt vanfjármögnun þess. Hagræðingarkrafa og hallarekstur samhliða umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins vekur skiljanlega hörð viðbrögð, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans hefur sagt að krafan eigi eftir að draga úr slagkrafti spítalans í því að takast á við krefjandi verkefni. Hvaða verkefni gæti verið meira krefjandi en einmitt heimsfaraldur COVID-19? Það hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um opinbera heilbrigðiskerfið og þar með talið Landspítalann, sem fór að mati sóttvarnalæknis næstum á hliðina í faraldrinum síðustu vikur. Síðastliðinn áratugur hefur ekki heldur verið dans á rósum fyrir Landspítalann og hið opinbera heilbrigðiskerfi. Eftir hrunið árið 2008 tók við niðurskurðartímabil innan opinbera heilbrigðiskerfisins sem hafði heilmikil áhrif á rekstur spítalans. Nokkrum árum síðar tóku við svokölluð verkfallsár og stigmagnaðist opinber umræða um stöðu Landspítalans, sem var þó búin að vera hávær fyrir. Velferðarráðuneytið brást við umræðunni með gerð skýrslu um afköst á Landspítalanum, rekstrarhagkvæmni hans og framleiðni vinnuafls. Tilgangur hennar var að kortleggja betur stöðu Landspítalans og hvar tækifæri til umbóta lægju þegar bjartari tímar væru fram undan í efnahagsmálum. Bjartari tímar vörðu ekki lengi – enda hófst árið 2020 með látum, bæði með tíðindum um hættuástand á bráðamóttöku Landspítalans og yfirvofandi heimsfaraldri. Eins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, nefndi í Kastljósi í síðustu viku eru stjórnvöld í mikilli skuld gagnvart samfélaginu. Frá árinu 2003 hefur Ísland verið eitt fárra samanburðarlanda þar sem dregið hefur úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og kemur fram í fyrrnefndri skýrslu velferðarráðuneytisins að Ísland ver hlutfallslega litlu fjármagni til heilbrigðismála. Á niðurskurðarárunum tókst Landspítalanum að minnka útgjöld án þess að rýra gæði þjónustu sem er eftirtektarvert. Hins vegar krafðist það mikils af starfsfólki. Uppi voru óeðlilegar aðstæður sem voru á engan hátt sjálfbærar til langstíma. Aukning á framlögum til opinbera heilbrigðiskerfisins síðustu ár var því brýn og hafa stjórnvöld endurtekið bent á þá ríflegu aukningu sem svar við umræðu um vanfjármögnun heilbrigðiskerfisins. Kjarninn hefur hins vegar vakið athygli á því að þótt að árleg ríkisframlög til Landspítalans hafi tvöfaldast á síðustu árum í krónum talið þá er hún ekki jafnmikil ef tekið er tillit til verðlags og mannfjölgunar á síðustu tíu árum. Til viðbótar þá munu framlög ríkissjóðs til Landspítalans ekki haldast í takti við verð- og mannfjöldaþróun í ár og lækka um fimm þúsund krónur á mann miðað við árið 2019. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kemur fram að íslenska heilbrigðiskerfið eigi að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Í nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) um fjármögnun heilbrigðiskerfa, „Health at a Glance 2020“, kemur fram að Ísland varði um 7,3% af vergri landsframleiðslu í opinbera heilbrigðisþjónustu árið 2019 sem er um tveimur prósentustigum lægra en hlutfall Svíþjóðar og Noregs. Ef fjármögnun Landspítalans er ekki aukin núna, og þjónusta við sjúklinga skerðist þar með, er hætta á að við drögumst enn frekar aftur úr nágrannaþjóðum okkar. Lágmark er að fjármögnun sé tryggð í takti við mannfjölda- og verðlagsþróunar. Titlar eins og „Stórslys í aðsigi á bráðamóttökunni“ og „Landspítalinn – tifandi tímasprengja?“ hafa í gegnum tíðina verið alltof kunnugleg sjón og á ég erfitt með að trúa að það stafi einfaldlega af lélegum rekstri og sóun. Ef um „blóðuga sóun“ sé að ræða innan opinbera kerfisins, líkt og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur gefið í skyn, hvers vegna er þá þjónusta við sjúklinga að skerðast? Að lokum er viðeigandi að rifja upp orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingar, á Alþingi í nóvember þegar hann ávarpaði fjármálaráðherra um mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins: „Það er sóun að láta handvömm ráðherra, eins og í Landsréttarmálinu, kosta ríkið tugi milljóna.“ Höfundur er fulltrúi í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna (UJ) og 6. árs læknanemi við Háskóla Íslands. Ályktun UJ um stöðu heilbrigðiskerfisins á tímum COVID-19 má lesa hér .
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar