Færeyingar gefa ekki frá sér olíudrauminn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2020 23:36 Borpallurinn West Hercules á Skálafirði í Færeyjum árið 2014. Hann var tekinn í klössun í Rúnavík eftir borun við eyjarnar. Atlantic Supply Base Mikill áhugi fyrir olíuleit í Færeyjum, segir í fyrirsögn Kringvarpsins, þar sem umhverfis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, Helgi Abrahamsen, segir engin áform þar um að hætta olíuleit. Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2: Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tilefnið er ákvörðun danska þingsins í síðustu viku um að veita engin ný leyfi til olíuleitar og að allri olíuvinnslu verði hætt árið 2050. Í viðtalinu segir færeyski ráðherrann að olíunotkun muni halda áfram að aukast í heiminum og það þurfi ekki að vera neikvætt. Olía sem leysi af kolaorku sé liður í grænum orkuskiptum. Þá hafi olíu- og gasfundir Hjaltlandsmegin miðlínunnar við Færeyjar aukið áhuga á færeyska landgrunninu. „Dyrnar standa opnar,“ segir Helgi Abrahamsen og vísar til þess að Jarðfeingi, Orkustofnun þeirra Færeyinga, bjóði upp á „open door“-fyrirkomulag. Það þýðir að olíufélögum er frjálst að sækja um leitarleyfi við Færeyjar hvenær sem er. Í fréttaþætti Kringvarpsins, Dagur og vika, er olíuleitarsaga Færeyinga rakin. Rætt er við Jan Müller, talsmann olíuiðnaðarins í Færeyjum, þar sem hann setur möguleika Færeyinga í samhengi við olíufundi við Hjaltlandseyjar. Þá eru þau Elsa Berg, fulltrúi umhverfissamtakanna Ringrás, og Ben Arabo, stjórnarformaður Atlantic Petroleum, leidd saman í kappræðu um skynsemi þess að halda áfram olíuleit og olíuvinnslu. Færeyingar buðu síðast út olíuleit í fyrra og þá barst engin umsókn, eins og lesa má um í þessari frétt: Síðasta olíuborun í lögsögu Færeyja fór fram árið 2014 sem fjallað var um í þessari frétt á Stöð 2:
Færeyjar Bensín og olía Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Danmörk Tengdar fréttir Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34 Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Veita engin ný leyfi til olíuleitar Danska þingið samþykkti í gær að veita engin ný leyfi til olíuleitar í Norðursjó. Loftslagsmálaráðherra landsins sagði ákvörðunina sögulega. 4. desember 2020 11:34
Grænlendingar kynna olíuleit norðan Íslands Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt umhverfismat vegna fyrirhugaðrar olíuleitar við Austur-Grænland, beint norður af Íslandi. Matsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif olíuleka á lífríki sjávar milli Íslands og Grænlands. 11. september 2020 22:35