Þrautraunir konu á stefnumótaforritum Jónína Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2020 09:00 Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Ástin og lífið Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun