Gríska fríkið gerir stærsta samning í sögu NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 10:31 Giannis Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee. getty/Kevin C. Cox Giannis Antetokounmpo hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Milwaukee Bucks. Samningurinn er sá stærsti í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1. NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1.
NBA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira