Öflugt sveitarstjórnarstig Bragi Þór Thoroddsen skrifar 16. desember 2020 16:01 Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir Ég vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu þann 16. desember 2020, en þar segir Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf. Síðan ferð þú mikinn og vísar til þess að aukalandsþing 2019 hafi samþykkt að álykta þvert gegn hagsmunum fámennra sveitarfélaga vegna stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga. Og enn betur, kýst að ræða framkomna tillögu þessara sömu sveitarfélaga fyrirfram og hvernig beri að taka á þeirri tillögu. Þarna skilja leiðir og ég get ekki fylgt þér að málum, vegna þess að ég veiti “formennsku” fámennu sveitarfélagi og sem lögfræðingur. Ég get ekki tekið þátt í þeirri lögleysu sem þú ert að verja í skrifum þínum. Þú lýsir í greininni verkefni þínu og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leggur mikið upp úr því að þér beri að fylgja eftir þeim tillögum sem hafa verið samþykktar á þinginu. Staldraðu nú við og spurðu sjálfa þig hvort það sé ekki einmitt hlutverk þitt sem formanns, að fara eftir því sem þingið ákvarðar, en fara ekki sjálf í vegferð gegn tillögu til landsþings nú þann 18. desember 2020. Fyrirfram. Þú virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Það er ekki þitt hlutverk að reyna að slá út af borðinu ályktun eða tillögu fyrir landsþing sem er æðsta ákvörðunarvald SÍS. Eins og ég hef áður lýst út frá lagalegri stöðu þinni og SÍS: Þú sem formaður ferð ekki með hlutverk gagnvart einstaka aðildarfélögum né ferð þú með lagasetningarvald eða starfar að öðru leyti sem stjórnvald. Hvorki þú né SÍS. Þú misskilur það eða ferð viljandi gegn hlutverki þínu samkvæmt samþykktum, annað fær ekki staðist. Þú gleymir því að þú átt að vera samkvæmt hlutverkinu talsmaður allra sveitarfélaga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að málum. Þú átt ekki hlutverk í þeirri hrapalegu vegerð sem ráðherra málaflokksins velur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveitarfélög á landinu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veldur bæði sundrungu innan SÍS og það veldur sundrungu í samfélaginu, milli sveitarfélaga og innan þeirra. Sigurður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að lagalega stendur frumvarp hans á brauðfótum. Ljóst er að hann reynir að svara gagnrýni minni og annarra sem bent hafa á að hann fer gegn lögum, stjórnarskrá og Evrópuráðssamningi í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fyrir þing um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Ráðherra hefur tekið málið af dagskrá og eru vísast til góðar og gildar ástæður fyrir því. En í frumvarpinu felst meðal annars að setja íbúalágmark á sveitarfélög í áföngum, með hótun um handvirka sameiningu þeirra renni þau ekki saman við annað fyrir ákveðið tímamark. Svo virðist sem þessi sannfæring þín, sem ráðherra hefur sagt að stafi frá þér og öðrum stærri sveitarfélögum, blindi sýn þína á hlutverk þitt í SÍS sem formanns. Til áréttingar er samþykki landsþings ekki þungvægara að lögum, þó SÍS hafi með ofbeldi samþykkt að fara gegn fámennum sveitarfélögum á æðsta ákvörðunarvaldinu – landsþingi. Ef þú skoðar samþykktir félagsins, og hlutverk þess í stjórnsýslu og stjórnskipan landsins, vega ályktanir þingsins eða ákvarðanir ekki meira en ákvörðun í húsfélagi í Kópavogi um málefni einstakra sveitarfélaga. Og af því hvernig þú sem formaður velur að fjalla um tillögu frá um 20 sveitarfélögum setur þig og SÍS verulega niður. Það er nú einfaldlega þannig að SÍS hefur virt að vettugi flest sem stafar frá okkur fulltrúum fámennra sveitarfélaga og lýsir þar miklum hroka og einhvers konar syndrome eða heilkenni sem kennt er við guð. Við skulum spyrja okkur þeirrar eðlilegu spurningar hvort þessi sveitarfélög, sem telja fleiri en 20 og fast að 40, verði eitthvað burðugri gegn þér og sýn þinni á SÍS þegar hugur þinn stefnir annað. Þú hefur sýnt sem formaður að þú skeytir ekki um aðra en þá sem fylgja þér að málum. Ég skrifa þetta sem fulltrúi Súðavíkurhrepps, aðildarfélags að SÍS, sem þú ferð með formennsku í og þiggur af laun og traust. Vegna framkomu þinnar og trúnaðarbrests í garð aðildarfélaga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokkurt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokkur kostur. Þó ekki væri vegna þess að þú sýnir með framkomu þinni hroka í garð okkar, fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki passa í rammann þinn. Um er að ræða stóran hluta þeirra aðildarsveitarfélaga sem standa að SÍS. Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki bært að lögum til þess að ákvarða örlög einstakra sveitarfélaga og á að halda sig til hlés um það að ákvarða nokkuð það sem fer gegn hagsmunum þeirra. Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyrir eigin skoðun eða bara Súðavíkurhrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lagist ef það er ekki rætt. Biðst velvirðingar á því hvernig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bómull. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir Ég vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu þann 16. desember 2020, en þar segir Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf. Síðan ferð þú mikinn og vísar til þess að aukalandsþing 2019 hafi samþykkt að álykta þvert gegn hagsmunum fámennra sveitarfélaga vegna stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga. Og enn betur, kýst að ræða framkomna tillögu þessara sömu sveitarfélaga fyrirfram og hvernig beri að taka á þeirri tillögu. Þarna skilja leiðir og ég get ekki fylgt þér að málum, vegna þess að ég veiti “formennsku” fámennu sveitarfélagi og sem lögfræðingur. Ég get ekki tekið þátt í þeirri lögleysu sem þú ert að verja í skrifum þínum. Þú lýsir í greininni verkefni þínu og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leggur mikið upp úr því að þér beri að fylgja eftir þeim tillögum sem hafa verið samþykktar á þinginu. Staldraðu nú við og spurðu sjálfa þig hvort það sé ekki einmitt hlutverk þitt sem formanns, að fara eftir því sem þingið ákvarðar, en fara ekki sjálf í vegferð gegn tillögu til landsþings nú þann 18. desember 2020. Fyrirfram. Þú virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Það er ekki þitt hlutverk að reyna að slá út af borðinu ályktun eða tillögu fyrir landsþing sem er æðsta ákvörðunarvald SÍS. Eins og ég hef áður lýst út frá lagalegri stöðu þinni og SÍS: Þú sem formaður ferð ekki með hlutverk gagnvart einstaka aðildarfélögum né ferð þú með lagasetningarvald eða starfar að öðru leyti sem stjórnvald. Hvorki þú né SÍS. Þú misskilur það eða ferð viljandi gegn hlutverki þínu samkvæmt samþykktum, annað fær ekki staðist. Þú gleymir því að þú átt að vera samkvæmt hlutverkinu talsmaður allra sveitarfélaga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að málum. Þú átt ekki hlutverk í þeirri hrapalegu vegerð sem ráðherra málaflokksins velur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveitarfélög á landinu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veldur bæði sundrungu innan SÍS og það veldur sundrungu í samfélaginu, milli sveitarfélaga og innan þeirra. Sigurður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að lagalega stendur frumvarp hans á brauðfótum. Ljóst er að hann reynir að svara gagnrýni minni og annarra sem bent hafa á að hann fer gegn lögum, stjórnarskrá og Evrópuráðssamningi í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fyrir þing um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Ráðherra hefur tekið málið af dagskrá og eru vísast til góðar og gildar ástæður fyrir því. En í frumvarpinu felst meðal annars að setja íbúalágmark á sveitarfélög í áföngum, með hótun um handvirka sameiningu þeirra renni þau ekki saman við annað fyrir ákveðið tímamark. Svo virðist sem þessi sannfæring þín, sem ráðherra hefur sagt að stafi frá þér og öðrum stærri sveitarfélögum, blindi sýn þína á hlutverk þitt í SÍS sem formanns. Til áréttingar er samþykki landsþings ekki þungvægara að lögum, þó SÍS hafi með ofbeldi samþykkt að fara gegn fámennum sveitarfélögum á æðsta ákvörðunarvaldinu – landsþingi. Ef þú skoðar samþykktir félagsins, og hlutverk þess í stjórnsýslu og stjórnskipan landsins, vega ályktanir þingsins eða ákvarðanir ekki meira en ákvörðun í húsfélagi í Kópavogi um málefni einstakra sveitarfélaga. Og af því hvernig þú sem formaður velur að fjalla um tillögu frá um 20 sveitarfélögum setur þig og SÍS verulega niður. Það er nú einfaldlega þannig að SÍS hefur virt að vettugi flest sem stafar frá okkur fulltrúum fámennra sveitarfélaga og lýsir þar miklum hroka og einhvers konar syndrome eða heilkenni sem kennt er við guð. Við skulum spyrja okkur þeirrar eðlilegu spurningar hvort þessi sveitarfélög, sem telja fleiri en 20 og fast að 40, verði eitthvað burðugri gegn þér og sýn þinni á SÍS þegar hugur þinn stefnir annað. Þú hefur sýnt sem formaður að þú skeytir ekki um aðra en þá sem fylgja þér að málum. Ég skrifa þetta sem fulltrúi Súðavíkurhrepps, aðildarfélags að SÍS, sem þú ferð með formennsku í og þiggur af laun og traust. Vegna framkomu þinnar og trúnaðarbrests í garð aðildarfélaga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokkurt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokkur kostur. Þó ekki væri vegna þess að þú sýnir með framkomu þinni hroka í garð okkar, fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki passa í rammann þinn. Um er að ræða stóran hluta þeirra aðildarsveitarfélaga sem standa að SÍS. Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki bært að lögum til þess að ákvarða örlög einstakra sveitarfélaga og á að halda sig til hlés um það að ákvarða nokkuð það sem fer gegn hagsmunum þeirra. Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyrir eigin skoðun eða bara Súðavíkurhrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lagist ef það er ekki rætt. Biðst velvirðingar á því hvernig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bómull. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun