Að fela peninga yfir áramótin Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. desember 2020 10:31 Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Íslenskir bankar Neytendur Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað. Hann er ýmist lagður inn í bankahólf eða undir koddann og markmiðið virðist vera að spara sér aur með því að láta láta skattframtalið líta þannig út að sem minnstar eignir séu til staðar. En hefur þetta einhver raunveruleg áhrif? Lítum á nokkur atriði í þessu samhengi: Eignaskattur er ekki lengur innheimtur Auðlegðarskattur var hér á landi árin 2010-2014 en í dag er ekki greiddur skattur af peningalegum eignum. Það breytir því engu um slíka skattheimtu hvort inneign sé á reikningi um áramót eða ekki. Fjármagnstekjuskattur er greiddur af ávöxtun, ekki eignum Með öðrum orðum: Það skiptir ekki máli hvað þú átt inni á reikningnum, bara hvað þú hefur fengið í vexti, verðbætur eða aðrar fjármagnstekjur. Þú kemst ekki hjá því að greiða fjármagnstekjuskatt með því að taka út peninga yfir áramótin. Mundu svo að frítekjumark er á fjármagnstekjum sem þýðir að þú færð væntanlega stóran hluta skattsins endurgreiddan á næsta ári. Tryggingastofnun skerðir ekki vegna eigna Þú þarft ekki að fela peninga fyrir TR. Skerðingar ellilífeyris stofnunarinnar eiga aðeins við um þær tekjur sem þú hefur en ekki eignir. Þar að auki er ekki er skert um krónu á móti krónu eins og stundum er haldið fram. Það er því skárra að fá einhverja vexti en enga, þrátt fyrir skerðingar og skatta. Þó svo peningur sé geymdur undir kodda ber að telja hann fram á skattframtali Séu reikningar tæmdir um áramót og þeirra ekki getið annars staðar getur litið svo út á framtali að viðkomandi hafi fengið vexti á árinu án þess þó að eiga sparnað. Ýmsum jólahefðum má viðhalda en kannski er kominn tími til að leggja þessari. Umræða um upptöku eignaskatts skýtur vissulega upp kollinum annað slagið og ekki er útilokað að hann verði hér innleiddur að nýju en á meðan svo er ekki skilar þessi æfing sennilega engu nema líkamsræktinni sem ferðalaginu fylgir. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun