Holdarfar Harden til umræðu er hann sneri aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 12:30 Harden spilaði 21 mínútu í æfingaleik gegn San Antonio Spurs í fyrranótt. Houston Chronicle James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni, sneri aftur er liðið lagði San Antonio Spurs í æfingaleik í fyrranótt. Hann virkaði ekki beint í sínu besta formi. Hinn 31 árs gamli Harden hefur án alls efa verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2018 og hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú ár í röð, 2018-2020. Það er ef frá er talin úrslitakeppnin. Harden virðist hins vegar hafa tekið aðeins of vel á því í fríinu sínu nú eftir að Los Angeles Lakers sló þá út á leið sinni að meistaratitlinum. Harden mætti seint til æfinga og virtist töluvert frá sínu besta er Rockets mættu Spurs í fyrranótt. Var holdarfar Harden til umræðu hjá þeim sem fjölluðu um leikinn vestanhafs. James Harden did not look good last night. pic.twitter.com/YWSkdnYZVn— shannon sharpe (@ShannonSharpe) December 17, 2020 Þá birti ESPN grein um að Harden fengi í raun allt sem hann vildi hjá Houston. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012. Félagið hefur verið með fjóra þjálfara á þeim tíma og samkvæmt fyrrum starfsmanni félagsins mætti segja að stefna þess sé í rauninni „hvað sem James vill.“ Hann fær auka frídaga, hann alltaf frí eftir Stjörnuleikinn og öllu sem honum fylgir. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur áhrif á hverjir koma og fara sem og hver þjálfar. Hann á að hafa ýtt undir að Kevin McHale, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi verið látinn taka poka sinn. James Harden says he was training for the season in Atlanta and Vegas with his personal trainers pic.twitter.com/Z81z3DtR3B— Bleacher Report (@BleacherReport) December 16, 2020 Þá mun Harden hafa séð til þess að bæði Dwight Howard og Chris Paul var skipt út fyrir aðra leikmenn. Svo virðist sem Houston sé alveg sama svo lengi sem Harden stendur sig inn á vellinum. Hann hefur hins vegar aldrei farið lengra en í úrslit Vesturdeildarinnar með liðið á sínum átta árum í Houston. Harden spilaði 21 mínútu í 14 stiga sigri Rockets á Spurs, lokatölur 112-98. Hann skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann þarf að gera mikið mun betur ef Houston ætla sér aftur í úrslit Vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Harden hefur án alls efa verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2018 og hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú ár í röð, 2018-2020. Það er ef frá er talin úrslitakeppnin. Harden virðist hins vegar hafa tekið aðeins of vel á því í fríinu sínu nú eftir að Los Angeles Lakers sló þá út á leið sinni að meistaratitlinum. Harden mætti seint til æfinga og virtist töluvert frá sínu besta er Rockets mættu Spurs í fyrranótt. Var holdarfar Harden til umræðu hjá þeim sem fjölluðu um leikinn vestanhafs. James Harden did not look good last night. pic.twitter.com/YWSkdnYZVn— shannon sharpe (@ShannonSharpe) December 17, 2020 Þá birti ESPN grein um að Harden fengi í raun allt sem hann vildi hjá Houston. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012. Félagið hefur verið með fjóra þjálfara á þeim tíma og samkvæmt fyrrum starfsmanni félagsins mætti segja að stefna þess sé í rauninni „hvað sem James vill.“ Hann fær auka frídaga, hann alltaf frí eftir Stjörnuleikinn og öllu sem honum fylgir. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur áhrif á hverjir koma og fara sem og hver þjálfar. Hann á að hafa ýtt undir að Kevin McHale, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi verið látinn taka poka sinn. James Harden says he was training for the season in Atlanta and Vegas with his personal trainers pic.twitter.com/Z81z3DtR3B— Bleacher Report (@BleacherReport) December 16, 2020 Þá mun Harden hafa séð til þess að bæði Dwight Howard og Chris Paul var skipt út fyrir aðra leikmenn. Svo virðist sem Houston sé alveg sama svo lengi sem Harden stendur sig inn á vellinum. Hann hefur hins vegar aldrei farið lengra en í úrslit Vesturdeildarinnar með liðið á sínum átta árum í Houston. Harden spilaði 21 mínútu í 14 stiga sigri Rockets á Spurs, lokatölur 112-98. Hann skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann þarf að gera mikið mun betur ef Houston ætla sér aftur í úrslit Vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira