Ratajski áfram eftir ótrúlegan endi og magnaður sigur Van Gerwen Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 22:45 Michael van Gerwen var stálheppinn í kvöld. Kieran Cleeves/Getty Dave Chisnall er kominn áfram í sextán manna úrslitin og þeir Krzysztof Ratajski og Michael van Gerwen í átta manna úrslitin eftir þrjár viðureignir á heimsmeistaramótinu í pílukasti í kvöld. Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Dave Chisnall og Danny Noppert. Hollendingurinn Noppert vann fyrstu tvö settin 3-0 en þá vaknaði Englendingurinn til lífsins. Hann vann þriðja leikinn 3-0, fjórða og fimmta leikinn 3-1 og tryggði sér svo sigurinn í sjötta setti er hann rúllaði yfir Noppert, 3-0. Annar leikur kvöldsins; leikur Gabriel Clemens og Krzysztof Ratajski var algjörlega magnaður. Leikurinn fór í oddalegg þar sem þeir klúðruðu á hverju útskotinu á fætur öðru. Lyginni líkast. Spennan var rafmögnuð en hinn pólski Krzysztof Ratajski vann bug á spennunni og skaut sér áfram í átta manna úrslitin er enn ein tilraun hans fór loksins í réttan reit. Krzysztof Ratajski reaches the Quarter-Finals of the World Darts Championship after pinning D1 with his TENTH match dart after surviving seven match darts in a deciding leg! Now that, was dramatic. pic.twitter.com/0cCs5MV0nH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Þriðji og síðasti leikur kvöldsins var á milli Michael van Gerwen og Joe Cullen. Van Gerwen fór algjörlega á kostum í 16 manna úrslitunum í fyrrakvöld en hann lenti í vandræðum með Cullen í kvöld. Hann lenti 2-1 undir og ekki skánaði það fyrir van Gerwen í fjórða leiknum sem hann tapaði eftir að hafa klúðrað útskoti sjálfur. Staðan orðin 3-1 fyrir Cullen en eftir stutta pásu kom þá Hollendingurinn fljúgandi öflugur til baka. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér oddaleik í rosalegri rimmu. Joe Cullen hitti 180 eins og enginn væri morgundagurinn en í oddaleiknum var hinn magnaði Hollendingur betri og vann 4-3 í leikjum. !JOE CULLEN MISSES A DART FOR A 164 FINISH AND THE MATCH!!!WE'RE GOING ALL THE WAY TO A DECIDING LEG!Cullen is a hold of throw away from the biggest victory of his life! pic.twitter.com/RplyxOm4vL— PDC Darts (@OfficialPDC) December 29, 2020 Gerwen er því kominn áfram í átta liða úrslitin en mátti hafa mikið fyrir því. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira