Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 13:50 AP/Mary Altaffer Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira