Þjóðnýta flugfélagið Alitalia Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 10:33 Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu. AP/Andrew Medichini Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. Flugfélagið hefur safnað skuldum á undanförnum árum og stóð til að reyna að selja það eftir að það varð gjaldþrota árið 2017. Rekstri félagsins hefur þó verið haldið áfram og ríkið gaf flugfélaginu 400 milljónir evra í byrjun ársins. Sá peningur er nú búinn. Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu. Aðgerðirnar varðandi Alitalia eru liður í áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um að standa vörð um efnahag landsins. Guiseppe Conte, forsætisráðherra landsins, samþykkti í gær 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að hjálpa fyrirtækjum og fjölskyldum. Þá stendur til að grípa til frekari aðgerða í næsta mánuði. Utan landamæra Kína hafa flest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, greinst á Ítalíu. Staðfest er að minnst 28 þúsund eru smitaðir og minnst 2.100 látnir. Ítalía Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Yfirvöld Ítalíu ætla að þjóðnýta gjaldþrota flugfélagið Alitalia og hafa 600 milljónir evra verið settar til hliðar til að halda rekstri félagsins áfram. Flugfélagið hefur safnað skuldum á undanförnum árum og stóð til að reyna að selja það eftir að það varð gjaldþrota árið 2017. Rekstri félagsins hefur þó verið haldið áfram og ríkið gaf flugfélaginu 400 milljónir evra í byrjun ársins. Sá peningur er nú búinn. Búið var að reyna að selja Alitalia til Lufthansa og Forrovie dello Stato, sem rekur lestar Ítalíu. Aðgerðirnar varðandi Alitalia eru liður í áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um að standa vörð um efnahag landsins. Guiseppe Conte, forsætisráðherra landsins, samþykkti í gær 25 milljarða evra neyðarpakka sem ætlað er að hjálpa fyrirtækjum og fjölskyldum. Þá stendur til að grípa til frekari aðgerða í næsta mánuði. Utan landamæra Kína hafa flest tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, greinst á Ítalíu. Staðfest er að minnst 28 þúsund eru smitaðir og minnst 2.100 látnir.
Ítalía Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira