Tæplega 3.000 Íslendingar komust heim frá Spáni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. mars 2020 18:28 Tæplega þrjúþúsund Íslendingar sem voru í pakkaferðum á vegum þriggja íslenskra ferðaskrifstofa á Spáni eru komnir eða koma heim í kvöld að sögn framkvæmdastjóra Vita. Síðasta beina flugið að sinni fer frá Spáni á morgun að sögn framkvæmdastjóra VITA. Ferðaskrifstofurnar VITA, Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Íslands flýttu för fólks á þeirra vegum frá Spáni vegna kórónufaraldursins. Alls eru þetta um og yfir 2700 manns, erfitt er að segja til um nákvæma tölu þar sem Ferðaskrifstofa Íslands vildi ekki gefa upp hversu margir voru á þeirra vegum. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri VITA segir að vel hafi tekist að útvega öllum sem vildu flug heim. „Við komum öllum okkar farþegum heim og líka buðum uppá aukaferðir fyrir þá sem voru á eigin vegum,“ segir Þráinn. Byrjað var að fljúga með farþegana heim á þriðjudag og síðasta vélin kemur í kvöld. Frá og með gærdeginum þurftu Íslendingar sem koma að utan að fara í sóttkví. Þeir eru hins vegar ekki ennþá inní opinberum tölum yfir þá sem eru í sóttkví sem eru samkvæmt vefnum covid.is alls 4.166 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það má því ætla að talan yfir fólk í sóttkví sé mun hærri. Þráinn segir að síðasta beina flug Icelandair frá Spáni verði á morgun. „Mér vitanlega eru engar ferðir beint frá Spáni eftir morgundaginn, það er held ég ein ferð á morgun frá Kanarí.“ segir Þráinn. Þráinn segir að ferðaskrifstofan VITa sé að aðstoða Íslendinga víða um heim að komast til Íslands. „Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá KanaríeyjumÞað eru til dæmis Íslendingar í Alsír og Egyptalandi sem við erum að aðstoða við að komast heim en þessi lönd hafa lokað fyrir útlendingum,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Tæplega þrjúþúsund Íslendingar sem voru í pakkaferðum á vegum þriggja íslenskra ferðaskrifstofa á Spáni eru komnir eða koma heim í kvöld að sögn framkvæmdastjóra Vita. Síðasta beina flugið að sinni fer frá Spáni á morgun að sögn framkvæmdastjóra VITA. Ferðaskrifstofurnar VITA, Heimsferðir og Ferðaskrifstofa Íslands flýttu för fólks á þeirra vegum frá Spáni vegna kórónufaraldursins. Alls eru þetta um og yfir 2700 manns, erfitt er að segja til um nákvæma tölu þar sem Ferðaskrifstofa Íslands vildi ekki gefa upp hversu margir voru á þeirra vegum. Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri VITA segir að vel hafi tekist að útvega öllum sem vildu flug heim. „Við komum öllum okkar farþegum heim og líka buðum uppá aukaferðir fyrir þá sem voru á eigin vegum,“ segir Þráinn. Byrjað var að fljúga með farþegana heim á þriðjudag og síðasta vélin kemur í kvöld. Frá og með gærdeginum þurftu Íslendingar sem koma að utan að fara í sóttkví. Þeir eru hins vegar ekki ennþá inní opinberum tölum yfir þá sem eru í sóttkví sem eru samkvæmt vefnum covid.is alls 4.166 samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Það má því ætla að talan yfir fólk í sóttkví sé mun hærri. Þráinn segir að síðasta beina flug Icelandair frá Spáni verði á morgun. „Mér vitanlega eru engar ferðir beint frá Spáni eftir morgundaginn, það er held ég ein ferð á morgun frá Kanarí.“ segir Þráinn. Þráinn segir að ferðaskrifstofan VITa sé að aðstoða Íslendinga víða um heim að komast til Íslands. „Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá KanaríeyjumÞað eru til dæmis Íslendingar í Alsír og Egyptalandi sem við erum að aðstoða við að komast heim en þessi lönd hafa lokað fyrir útlendingum,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Skipuleggja loftbrú fyrir Íslendinga frá Kanaríeyjum Ferðaskrifstofurnar VITA, Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir, í samstarfi við Icelandair, hafa skipulagt loftbrú frá Kanaríeyjum til Íslands til að flýta för þeirra fjölmörgu Íslendinga sem áttu bókað flug heim fyrir páska. 17. mars 2020 15:22