Salmond sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 10:44 Alex Salmond yfirgefur dómshús í Edinborg við upphaf réttarhaldanna yfir honum fyrr í þessum mánuði. Hann hefur meðal annars stýrst sjónvarpsþætti á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni RT undanfarin ár. Vísir/EPA Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum. Skotland Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Kviðdómur sýknaði Alex Salmond, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, af ákæru um að hann hefði ráðist kynferðislega á níu konur á meðan hann gegndi embætti í gær. Hann hefur alla tíð neitað sök og fullyrðir að logið hafi verið upp á hann í pólitískum tilgangi. Salmond var sýknaður af tólf ákæruliðum en sök hans var ekki talin sönnuð í þeim þrettánda. Saksóknarar höfðu áður fellt niður ákæru fyrir kynferðisofbeldi gegn tíundu konunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingkona Skoska þjóðarflokksins (SNP), starfsmaður flokksins og nokkrir núverandi og fyrrverandi opinberir starfsmenn og embættismenn voru á meðal þeirra kvenna sem báru Salmond sökum. Hann var meðal annars ákærður fyrir tilraun til nauðgunar. Sum brotin áttu sér stað í Bláa húsinu, forsætisráðherrabústaðnum í Edinborg. Sjá einnig: Salmond ákærður í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Salmond bar því við fyrir dómi að þær hefðu logið upp á hann eða ýkt atvik. Verjendur hans héldu því fram fyrir dómi að háttsettur embættismaður, sem sakaði Salmond um kynferðisbrot, hefði verið í sambandi við nokkrar af hinum konunum áður en Salmond var ákærður. Eftir að dómurinn lá fyrir í gær sagði Salmond að hann hefði viljað leggja ákveðin sönnunargöng fram en að það hafi ekki verið hægt „af ýmsum ástæðum“. „Á einhverjum tímapunkti munu þær staðreyndir og sannanir líta dagsins ljós,“ boðaði Salmond. Nicola Sturgeon, núverandi oddviti heimastjórnarinnar sem tók við af Salmond árið 2014, sagði að virða yrði niðurstöðu kviðdómsins. Hún taki fagnandi rannsókn skoska þingsins á hvernig ríkisstjórn hennar brást við ásökunum á hendur Salmond. Heimastjórnin gekkst við því í janúar að hún hefði brotið lög við rannsókn á ásökunum með því að skipa rannsakanda sem hafði komið að málinu á fyrri stigum.
Skotland Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira