Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 13:09 Flugvélar lagðar við Zaventem-flugvöll í Brussel. Verulega hefur dregið úr flugumferð eftir að ríki komu á ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í heiminum hafa haft gríðarleg áhrif á flugfélög. Þau hafa brugðist við með því að fella niður ferðir, segja upp þúsundum starfsmanna og leita á náðir stjórnvalda til að bjarga sér frá falli. Icelandair sagði meðal annars um 240 manns og lækkaði starfshlutfall annarra starsfmanna í gær. Einn liður í þeirri viðleitni er krafa flugfélaganna um að ríki felli annað hvort niður eða fresti ýmsum umhverfissköttum og gjöldum. „Eftir að neyðarástandinu lýkur vonum við að ríkisstjórnir geri sér grein fyrir hversu brothættur þessi iðnaður er vegna lítils svigrúms og hás fjármagnskostnaðar. Að það sé ekki endilega skynsamlegt efnahagslega og fjármálalega að hækka skatta á geira sem er kerfislega veikur og efnahagslega veikur,“ segir Alexandre de Juniac, formaður Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Tækifæri til að draga úr losun? Reuters-fréttastofan segir að ástandið nú vegna faraldursins hafi vakið upp spurningar um hvort að ríki heims eigi að forgangsraða björgun flugfélaga fram yfir loftslagsmarkmið sín eða notfæra sér það til þess að ná markmiðunum. Um 2,5% heildarlosunar manna er vegna flugsamgangna. Sum staðar hafa umhverfisverndarsamtök lagt til að samdráttur í losun verðir settur sem skilyrði fyrir því að ríki bjargi flugfélögum. „Flugfélög sem kalla eftir aðstoð almennings á erfiðum tímum ættu að fallast á að þau þurfi að greiða skatta þegar ástandið er gott,“ segir Andrew Murphy, frá samtökunum Samgöngum og umhverfi. Þau leggja til að flugfélög verði látin samþykkja að nota umhverfisvænna eldsneyti og greiða nýja skatta þiggi þau aðstoð skattborgara. Eins og stendur áætla sérfræðingar að minnkandi umsvif vegna faraldursins leiði líklega til samdráttar í losun frá flugsamgöngum og öðrum iðnaði á ársgrundvelli. IATA telur að flugumferð gæti dregist saman um 16% á þessu ári. Losun gróðurhúsalofttegunda myndi þá dragast saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings sem er þó aðeins dropi í hafi árlegrar heildarlosunar manna. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Skattar og tollar Tengdar fréttir Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í heiminum hafa haft gríðarleg áhrif á flugfélög. Þau hafa brugðist við með því að fella niður ferðir, segja upp þúsundum starfsmanna og leita á náðir stjórnvalda til að bjarga sér frá falli. Icelandair sagði meðal annars um 240 manns og lækkaði starfshlutfall annarra starsfmanna í gær. Einn liður í þeirri viðleitni er krafa flugfélaganna um að ríki felli annað hvort niður eða fresti ýmsum umhverfissköttum og gjöldum. „Eftir að neyðarástandinu lýkur vonum við að ríkisstjórnir geri sér grein fyrir hversu brothættur þessi iðnaður er vegna lítils svigrúms og hás fjármagnskostnaðar. Að það sé ekki endilega skynsamlegt efnahagslega og fjármálalega að hækka skatta á geira sem er kerfislega veikur og efnahagslega veikur,“ segir Alexandre de Juniac, formaður Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Tækifæri til að draga úr losun? Reuters-fréttastofan segir að ástandið nú vegna faraldursins hafi vakið upp spurningar um hvort að ríki heims eigi að forgangsraða björgun flugfélaga fram yfir loftslagsmarkmið sín eða notfæra sér það til þess að ná markmiðunum. Um 2,5% heildarlosunar manna er vegna flugsamgangna. Sum staðar hafa umhverfisverndarsamtök lagt til að samdráttur í losun verðir settur sem skilyrði fyrir því að ríki bjargi flugfélögum. „Flugfélög sem kalla eftir aðstoð almennings á erfiðum tímum ættu að fallast á að þau þurfi að greiða skatta þegar ástandið er gott,“ segir Andrew Murphy, frá samtökunum Samgöngum og umhverfi. Þau leggja til að flugfélög verði látin samþykkja að nota umhverfisvænna eldsneyti og greiða nýja skatta þiggi þau aðstoð skattborgara. Eins og stendur áætla sérfræðingar að minnkandi umsvif vegna faraldursins leiði líklega til samdráttar í losun frá flugsamgöngum og öðrum iðnaði á ársgrundvelli. IATA telur að flugumferð gæti dregist saman um 16% á þessu ári. Losun gróðurhúsalofttegunda myndi þá dragast saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings sem er þó aðeins dropi í hafi árlegrar heildarlosunar manna.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Skattar og tollar Tengdar fréttir Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36