Að senda fólki fingurinn Flosi Eiríksson skrifar 27. mars 2020 12:00 Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Kópavogur Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum tímum skiptir afar miklu að koma upplýsingum til almennings með skýrum og greinargóðum hætti. Almannavarnir og aðrir opinberir aðilar leggja á þetta mikla áherslu og reyna til dæmis að hafa efni aðgengilegt á sem flestum tungumálum. Í þessu efni má benda á efni hjá ASÍ, Landlæknisembættinu, Vinnumálastofnun og fleirum, meira að segja bankarnir eru að reyna að sýna lit. Flestum finnst þetta eðlilegt og sjálfsagt og hluti af því samfélagi sem við viljum reka hér á landi. Hér njótum við góðs af því að fólk kemur að utan til að hjálpa okkur við að halda uppi þjónustu og býr til verðmæti í samfélaginu. Þá berast fréttir af bæjarstjórnarfundi í Kópavogi að þar hafi bæjarstjórinn brugðist afar illa við tillögum frá minnihluta bæjarstjórnar um að upplýsingamiðlun bæjarins næði til allra íbúanna og á fleiri tungumálum en íslensku – og hafi sagt að þeir sem ekki skilja íslensku gætu ,,bara notað google translate“. Skilningsleysið og fyrirlitningin sem fram kemur í þessu er náttúrulega með slíkum ósköpum að það tekur engu tali. Það á kannski ekki að koma á óvart miðað við framgöngu og málflutningi í kjaradeilu sveitarfélagsins við Eflingu þar sem tungumál sveitarfélagsins er illskiljanlegt. Kópavogur ætti að taka Eflingu sér til fyrirmyndar en á heimasíðu félagsins eru upplýsingar fyrir félagsmenn um rétt til launa vegna Covid-19 á sex tungumálum. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar