Ljósið í myrkrinu Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 28. apríl 2020 06:01 Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur önnur eins samstaða sést hjá íslensku þjóðinni. Dægurþras og ágreiningsmál sem áður fylltu síður blaðanna virðast nú smávægileg, á meðan framvarðarsveitin bregst við viðfangsefnum sem gera á okkur aðrar og meiri kröfur en áður hafa mætt okkur, í það minnsta í allnokkra áratugi. Allar grunnstoðir samfélagsins leggjast á árarnar og sýna sínar bestu hliðar. Framganga þeirra og árangurinn á heimsmælikvarða. En hver eru verkefna hinna sem ekki eru beinlínis á árunum? Flest sund virðast lokuð og fátt annað í stöðunni en að setja verkefni á ís, aflýsa og afboða. Í sama mund hefst vinsælasti samkvæmisleikur Íslendinga í dag, einhvers konar störukeppni við stöðuna. Leikur sem litlu mun skila og rétt væri að hætta hið fyrsta. Enginn skal gera lítið úr þeim afleiðingum sem blasa við fólkinu og fyrirtækjunum í landinu. Um leið og er mikilvægt að brugðist sé við stöðunni með markvissum aðgerðum að ýmsu tagi verðum við að hafa hugfast að ástandið mun ganga yfir. Áður en við vitum af verðum við aftur farin að takast á við hversdaglegri mál og ágreiningsefni sem þjóðin hefur tímabundið sett til hliðar. Það er staðreynd, sem kann að hljóma langsótt í augnablikinu, að engin krísa er svo slæm að af henni megi ekki læra. Aðstæður sem hún skapar krefja okkur um nýja nálgun eða hugsun. Einhverskonar framþróun á sér stað. Sennilega má fullyrða að aldrei hafi íslenska þjóðin lært jafn mikið um hvað tæknin er mögnuð, eins og undanfarnar örfáar vikur. Skimun gagnast nefnilega ekki aðeins í viðureigninni við veiruna sem öllu þessu veldur. Við ættum einnig að hefja skimun eftir tækifærunum, stökkpöllum sem skapast í krísunni. Fjöldi fyrirtækja hefur þróað þjónustu sína til að mæta breyttum aðstæðum, risastökk hafa verið tekin á stuttum tíma þar sem neytendur og veitendur þjónustu aðlagast á leifturhraða breyttu landslagi. Umhverfisvænt, sparar tíma og eykur samkeppnishæfni og lífsgæði. Með undraverðum hætti hefur íslensk stjórnsýsla sýnt samstöðu og einurð, gripið til aðgerða og miðlað málum. Skilvirk stjórnsýsla er ákvörðun, hið gagnstæða er ekki lögmál. Gjörbreytt fundarhefð og menning. Fundir eru rafrænir, skilvirkir og enginn tími fer í ferðir til og frá funda. Umhverfisvænt og hagkvæmt þegar við á. Rafrænar undirskriftir, umboðsveitingar og gjörningar. Þetta er hægt. Skólar og menntastofnanir hafa sýnt svigrúm til þróunar og breytinga. Framhaldsskólar, háskólar og framhaldsfræðslan hafa aðlagað námsefni og kennsluhætti, gjörbylting í rafrænu námsumhverfi og aðlögun námsefnis. Þróun og sveigjanleiki í vinnuumhverfi og tíma. Sveigjanleiki getur aukið skilvirkni, sparað tíma og kostnað, dregið úr umferðarálagi á háannatímum og aukið lífsgæði. Fækkum þeim sem standa í störukeppninni, finnum stökkpallana og búum okkur undir að nota þá vel. Ástandið er vissulega slæmt, en það líður hjá. Við verðum ekki dæmd af krísunni heldur því hvernig við unnum úr henni. Það er ljósið í myrkrinu. Höfundur er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun