Stuðningslánin nýtast aðeins 15 prósentum viðskiptahagkerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2020 18:07 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna. Samtök atvinnulífsins telja stuðningslánin sem stjórnvöld kynntu henta of litlum hluta hagkerfisins og að meira jafnræðis þurfi að gæta í jöfnun tekjuskatts fyrirtækja. Þá telja samtökin einnig að þakið á hinum svokölluðu lokunarstyrkjum þurfi að vera hærra. Einnig þurfi að tryggja aðlögun að breyttum aðstæðum í samfélaginu í tengslum við efnahagsáfallið eigi einnig við opinbera markaðinn. Samtök atvinnulífsins telja stuðningslánin þó mikilvæga aðgerð sem til sé þess gerð að styðja við öll þau örfyrirtæki sem hún nær til. Þó hafi lánin verið kynnt með þeim forsendum að þau næðu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja en skilyrði þess að fá lánið væru að tekjur fyrirtækisins hafi verið að hámarki 500 milljónir króna á síðasta ári. Það skýtur skökku við að mati SA þar sem samkvæmt lögum um ársreikninga eru lítil fyrirtæki skilgreind með veltu undir 1,2 milljörðum króna og meðalstór fyrirtæki með veltu undir 6 milljörðum króna. Því nái lánin aðeins til lítils hluta viðskiptahagkerfisins, eða til um 15 prósenta þess. SA leggja til að þessum skilyrðum verði breytt og nái til fyrirtækja með tekjur allt að 1,2 milljarði króna. Samtökin telja þá jöfnun tekjuskatts nauðsynlega þar sem hún geri fyrirtækjum sem sjá fram á tap í ár kleift að sækja um frestun á greiðslu tekjuskatts síðasta árs þar til álagning næsta árs liggur fyrir og geta þar af leiðandi lækkað skattakröfuna. Samtökin telja hámarkið sem sett hafi verið á skatt sem heimilt verður að fresta greiðslu á of lágt, en það er 20 milljónir króna. Þau fyrirtæki sem skilað hafi meiri hagnaði en 100 milljónum króna í fyrra gætu því lent í miklu tapi í núverandi árferði. Ríkissjóður hafi ekki sett þak á skattgreiðslur þeirra fyrirtækja í fyrra og feli ákvæðið í núverandi mynd þannig í sér ómálefnalega mismunun sem sé ekki rökstuddur nægilega. Samtökin telja einnig einkennilegt að frumvarpið horfi ekki til þess í hvaða starfshlutfalli launafólk fyrirtækja séu þegar styrktarfjárhæð er metin. Félag með tvo starfsmenn í 100 prósent starfi getur fengið 1,6 milljónir á meðan félag með þrjá starfsmenn í hálfu starfshlutfalli geti fengið hámarksstyrk. Þá lýsa Samtökin yfir vonbrigðum yfir því að engin hagræðingarkrafa sé sett á ríkisstofnanir, þau telji að opinberi markaðurinn eins og hinn almenni eigi að þurfa að aðlagast breyttu efnahagsumhverfi. „Ríkissjóður geti ekki brugðist við versnandi efnahagshorfum, tekjufalli og auknum útgjöldum með hækkun skatta og gjalda á íslenskt atvinnulíf til að standa undir samneyslunni líkt og gert var í kjölfar bankahrunsins. SA skora á stjórnvöld að leita nú allra leiða til að hagræða í ríkisrekstri.“ Flugfreyjur samningslausar frá ársbyrjun 2019 Alþýðusamband Íslands er einnig gagnrýnið á frumvarpið en fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að framlengja hlutabótaleiðina til að standa vörð um afkomu fólks og verja störf. Mikilvægasta verkefnið nú sé að tryggja afkomu launafólks í landinu sem missi vinnuna að hluta eða alveg til að sporna gegn langvinnum áhrifum kreppunnar á efnahagslífið og hag fólks. Þó leggur ASÍ áherslu á skýr skilaboð um skilyrði fyrir stuðningi til fyrirtækja og segist munu taka þátt í samráði um framkvæmd þessara úrræða. Leikreglurnar þurfi að vera ótvíræðar til að ríkisstuðningur skili sér í atvinnuöryggi og traustri afkomu fólks. Þá styður sambandið aðgerðir til að tryggja réttindi starfsfólks um uppsagnarfresti. Jákvætt sé að kveða á um forgangsrétt starfsmanna sem missa vinnuna til endurráðningar og að í slíkum atvikum eigi starfsmenn að halda áður áunnum réttindum. Þó verði að hækka atvinnuleysisbætur þegar í stað enda séu grunnbætur talsvert lægri en lágmarkslaun og þak tekjutengingar oft lágt. ASÍ áréttaði þá að flugfreyjur hafi verið samningslausar frá ársbyrjun 2019 og að núverandi kreppu eigi ekki að nýta til að þrýsta kjörum þeirra niður. Þetta sé áréttað vegna þess að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi bent á að stuðningur til fyrirtækja sem lúti að því að þeim beri að viðhalda störfum eftir fremsta megni, fara eftir kjarasamningum og standa skil á framlagi sínu til samfélagsins, muni nýtast Icelandair. Fyrirtækið þurfti að grípa til fjöldauppsagna í dag og var rúmlega 2000 manns sagt upp störfum vegna kreppunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna. Samtök atvinnulífsins telja stuðningslánin sem stjórnvöld kynntu henta of litlum hluta hagkerfisins og að meira jafnræðis þurfi að gæta í jöfnun tekjuskatts fyrirtækja. Þá telja samtökin einnig að þakið á hinum svokölluðu lokunarstyrkjum þurfi að vera hærra. Einnig þurfi að tryggja aðlögun að breyttum aðstæðum í samfélaginu í tengslum við efnahagsáfallið eigi einnig við opinbera markaðinn. Samtök atvinnulífsins telja stuðningslánin þó mikilvæga aðgerð sem til sé þess gerð að styðja við öll þau örfyrirtæki sem hún nær til. Þó hafi lánin verið kynnt með þeim forsendum að þau næðu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja en skilyrði þess að fá lánið væru að tekjur fyrirtækisins hafi verið að hámarki 500 milljónir króna á síðasta ári. Það skýtur skökku við að mati SA þar sem samkvæmt lögum um ársreikninga eru lítil fyrirtæki skilgreind með veltu undir 1,2 milljörðum króna og meðalstór fyrirtæki með veltu undir 6 milljörðum króna. Því nái lánin aðeins til lítils hluta viðskiptahagkerfisins, eða til um 15 prósenta þess. SA leggja til að þessum skilyrðum verði breytt og nái til fyrirtækja með tekjur allt að 1,2 milljarði króna. Samtökin telja þá jöfnun tekjuskatts nauðsynlega þar sem hún geri fyrirtækjum sem sjá fram á tap í ár kleift að sækja um frestun á greiðslu tekjuskatts síðasta árs þar til álagning næsta árs liggur fyrir og geta þar af leiðandi lækkað skattakröfuna. Samtökin telja hámarkið sem sett hafi verið á skatt sem heimilt verður að fresta greiðslu á of lágt, en það er 20 milljónir króna. Þau fyrirtæki sem skilað hafi meiri hagnaði en 100 milljónum króna í fyrra gætu því lent í miklu tapi í núverandi árferði. Ríkissjóður hafi ekki sett þak á skattgreiðslur þeirra fyrirtækja í fyrra og feli ákvæðið í núverandi mynd þannig í sér ómálefnalega mismunun sem sé ekki rökstuddur nægilega. Samtökin telja einnig einkennilegt að frumvarpið horfi ekki til þess í hvaða starfshlutfalli launafólk fyrirtækja séu þegar styrktarfjárhæð er metin. Félag með tvo starfsmenn í 100 prósent starfi getur fengið 1,6 milljónir á meðan félag með þrjá starfsmenn í hálfu starfshlutfalli geti fengið hámarksstyrk. Þá lýsa Samtökin yfir vonbrigðum yfir því að engin hagræðingarkrafa sé sett á ríkisstofnanir, þau telji að opinberi markaðurinn eins og hinn almenni eigi að þurfa að aðlagast breyttu efnahagsumhverfi. „Ríkissjóður geti ekki brugðist við versnandi efnahagshorfum, tekjufalli og auknum útgjöldum með hækkun skatta og gjalda á íslenskt atvinnulíf til að standa undir samneyslunni líkt og gert var í kjölfar bankahrunsins. SA skora á stjórnvöld að leita nú allra leiða til að hagræða í ríkisrekstri.“ Flugfreyjur samningslausar frá ársbyrjun 2019 Alþýðusamband Íslands er einnig gagnrýnið á frumvarpið en fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að framlengja hlutabótaleiðina til að standa vörð um afkomu fólks og verja störf. Mikilvægasta verkefnið nú sé að tryggja afkomu launafólks í landinu sem missi vinnuna að hluta eða alveg til að sporna gegn langvinnum áhrifum kreppunnar á efnahagslífið og hag fólks. Þó leggur ASÍ áherslu á skýr skilaboð um skilyrði fyrir stuðningi til fyrirtækja og segist munu taka þátt í samráði um framkvæmd þessara úrræða. Leikreglurnar þurfi að vera ótvíræðar til að ríkisstuðningur skili sér í atvinnuöryggi og traustri afkomu fólks. Þá styður sambandið aðgerðir til að tryggja réttindi starfsfólks um uppsagnarfresti. Jákvætt sé að kveða á um forgangsrétt starfsmanna sem missa vinnuna til endurráðningar og að í slíkum atvikum eigi starfsmenn að halda áður áunnum réttindum. Þó verði að hækka atvinnuleysisbætur þegar í stað enda séu grunnbætur talsvert lægri en lágmarkslaun og þak tekjutengingar oft lágt. ASÍ áréttaði þá að flugfreyjur hafi verið samningslausar frá ársbyrjun 2019 og að núverandi kreppu eigi ekki að nýta til að þrýsta kjörum þeirra niður. Þetta sé áréttað vegna þess að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi bent á að stuðningur til fyrirtækja sem lúti að því að þeim beri að viðhalda störfum eftir fremsta megni, fara eftir kjarasamningum og standa skil á framlagi sínu til samfélagsins, muni nýtast Icelandair. Fyrirtækið þurfti að grípa til fjöldauppsagna í dag og var rúmlega 2000 manns sagt upp störfum vegna kreppunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin undirbúa hópuppsagnir Ferðaþjónustufyrirtæki undirbúa mörg fjöldauppsagnir um mánaðamótin. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á von á að þúsundir missi vinnuna. 28. apríl 2020 17:55
Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36
Lofsyngur aðgerðir ríkisstjórnarinnar og segir engum upp Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri hjá rútufyrirtækinu Teiti Jónassyni og formaður Félags hópferðaleyfishafa, hrósar stjórnvöldum fyrir hvernig brugðist hafi verið við kórónuveirufaraldrinum. 28. apríl 2020 16:02