Ábyrgð á pakkaferðum er tímaskekkja Þórir Garðarsson skrifar 2. apríl 2020 11:00 Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Neytendur Alþingi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar