Hagnaður þrátt fyrir snarpa fækkun ferðamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2020 14:40 Farþegum um flugvelli Isavia fækkaði um 25 prósent á milli áranna 2018 til 2019. Þrátt fyrir að rekstrartekjur Isavia hafi lækkað um 3,3 milljarða króna milli ára og afkoma félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) lækkað um tæpa fjóra og hálfan milljarð var jákvæð afkoma af rekstri Isavia í fyrra. Hagnaður samstæðunnar nam næstum 1,2 milljörðum króna árið 2019, sem er um 72 prósent lækkun frá fyrra ári, á sama tíma og eigið fé Isavia jókst um 3,4 prósent og eiginfjárhlutfallið batnaði. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýrri ársskýrslu félagsins. Fjöldi farþega um flugvelli Isavia var í heild rúmlega 7,9 milljónir í fyrra. Það er um 25% minnkun frá árinu 2018. Millilandafarþegum um íslenska áætlunarflugvelli fækkaði úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 7,3 milljónir, eða um 26% milli ára. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 737 þúsund í rúmlega 650 þúsund, eða um tæp 11%. Þarna spilar fall WOW air og kyrrsetning Boeing 737 MAX-þota Icelandair rullu. „Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í tilkynningu sem send er út vegna ársskýrslunnar. „Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri af völdum Covid-19-veikinnar, og það er gríðarmikil óvissa með framhaldið. Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrirtæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfiðleika.“ Hér má nálgast lykiltölur úr rekstri Isavia í fyrra en hér má nálgast ársskýrslu Isavia í heild. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þrátt fyrir að rekstrartekjur Isavia hafi lækkað um 3,3 milljarða króna milli ára og afkoma félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBIDTA) lækkað um tæpa fjóra og hálfan milljarð var jákvæð afkoma af rekstri Isavia í fyrra. Hagnaður samstæðunnar nam næstum 1,2 milljörðum króna árið 2019, sem er um 72 prósent lækkun frá fyrra ári, á sama tíma og eigið fé Isavia jókst um 3,4 prósent og eiginfjárhlutfallið batnaði. Þetta er meðal þess sem má lesa úr nýrri ársskýrslu félagsins. Fjöldi farþega um flugvelli Isavia var í heild rúmlega 7,9 milljónir í fyrra. Það er um 25% minnkun frá árinu 2018. Millilandafarþegum um íslenska áætlunarflugvelli fækkaði úr rúmlega 9,8 milljónum í tæplega 7,3 milljónir, eða um 26% milli ára. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr tæplega 737 þúsund í rúmlega 650 þúsund, eða um tæp 11%. Þarna spilar fall WOW air og kyrrsetning Boeing 737 MAX-þota Icelandair rullu. „Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, í tilkynningu sem send er út vegna ársskýrslunnar. „Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri af völdum Covid-19-veikinnar, og það er gríðarmikil óvissa með framhaldið. Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrirtæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfiðleika.“ Hér má nálgast lykiltölur úr rekstri Isavia í fyrra en hér má nálgast ársskýrslu Isavia í heild.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira