Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:52 Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15
Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06