Reyna að bjarga Air France og Norwegian Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Norwegian rambar nú, líkt og fleiri flugfélög, á barmi gjaldþrots. Nordicphotos/Getty Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30
Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent