Reyna að bjarga Air France og Norwegian Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2020 12:00 Norwegian rambar nú, líkt og fleiri flugfélög, á barmi gjaldþrots. Nordicphotos/Getty Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hluthafar í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian samþykktu í morgun björgunaraðgerðir, en félagið rambar á barmi gjaldþrots um þessar mundir. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti sjö milljarða evra aðstoðarpakka fyrir Air France. Kórónuveirufaraldurinn hefur raskað starfsemi flugfélaga heimsins allverulega, enda ferðast fólk nú lítið sem ekkert. Flugumferð var 53 prósent minni í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Nú þegar hefur breska FlyBe farið á hausinn, sem og Virgin Australia og er búist við því að fleiri flugfélög fari sömuleið. Norwegian í þröngri stöðu Fjögur dótturfélög Norwegian fóru í þrot í apríl en um er að ræða félög sem hafa haldið utan um flugmenn og annað starfsfólk í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Nú hafa níutíu prósent hluthafa samþykkt aðgerðir sem ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. Og Air France líka Air France er sömuleiðis í erfiðri stöðu. Framkvæmdastjórn ESB samþykkti í morgun rúmlega ellefu hundruð milljarða króna aðstoðarpakka fyrir félagið. Um sex hundruð milljarða króna bankalán með níutíu prósenta ríkisábyrgð auk um fimm hundruð milljarða stuðnings frá franska ríkinu.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Frakkland Tengdar fréttir Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30 Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47 Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta. 4. maí 2020 08:30
Framtíð Norwegian ræðst í dag Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir. 4. maí 2020 07:47