Bílasala á Bretlandi ekki minni frá því beint eftir stríð Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:19 Verksmiðja Nissan í Sunderland þar sem um átta þúsund manns starfa ætlar ekki að hefja framleiðslu aftur fyrr en í júní. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira