Tökum uppbyggilegt samtal um skólastarf Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:32 Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun