Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð skrifar 14. janúar 2021 16:00 Skimunarráð Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. Sérstaklega átti að huga að faglegum rökum fyrir hvernig stjórnun og skipulagi krabbameinsleitar verði háttað. Skimunarráð er skipað 7 sérfræðingum af mismunandi sviðum. Til aðstoðar skimunarráði voru 3 faghópar, skipaðir sérfræðingum á hverju sviði til að fjalla um skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini. Með skimun er átt við skipulagða hópleit þ.e. innköllun á skipulegan hátt á einkennalausu fólki til skoðunar. Ekki er átt við skoðanir af tilefni einkenna hjá fólki eða fólki í hárri áhættu til dæmis út frá vitneskju um erfðaþætti eða fjölskyldusögu. Skerpa þarf á fræðslu um hópleitir og skimanir og muninn á greiningu við hópleit (skimun) og greiningu við skoðun utan hópleitar. Eins þarf að leggjast í átak við bæta mætingu í skimanir því þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er rétt um 60%. Til þess að skimanir skili árangri þarf þátttaka að ná yfir 75%. Hér þarf að bæta úr en áhuginn er greinilega fyrir hendi. Niðurstöður skimunarráðs 2020 Eftir störf skimunarráðs 2018-2020 er komin fram tillaga um að skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23. aldur og mælt eindregið með að HPV frumskimun verði tekin upp hér á landi eigi síðar en 1. janúar 2021. Það eru líka tíðindi að komin er tillaga að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) sem sátt er um. Lagt er til að hafin verði frumskimun fyrir KRE í aldurshópnum 50-74 ára samkvæmt evrópskum ráðleggingum. Byrja með aldurshópinn 60-69 ára í meðaláhættu með leit að duldu blóði í hægðum (svokallað FIT próf) annað hvert ár og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Að auki leggur fagráðið til að einstaklingum sem eru á 51. aldursári verði boðin ristilspeglun sem frumskimun en annars val um að þiggja FIT próf einu sinni. Skimunarráð lagði til í samræmi við fyrri álit að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Sú tillaga hefur komið af stað umræðu um skimanir sem er jákvætt en þarfnast frekari útskýringar. Fyrri niðurstöður um skimun fyrir brjóstakrabbameini frá 2016 Fyrrverandi landlæknir skipaði haustið 2015 starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu að stefnu um framtíð skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini á Íslandi, sérstaklega með tilliti til aldursmarka og tíðni hennar. Sá starfshópur skilaði áliti 23. febrúar 2016. Þessi starfshópur var skipaður 12 sérfræðingum á sviði læknisfræði, hjúkrunarfræði og faraldsfræði krabbameina. Niðurstaða í hnotskurn var: „Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna og alþjóðlegra leiðbeininga um almenna skimun fyrir brjóstakrabbameini mælir starfshópurinn með áframhaldandi skimunum og að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Þessi tilmæli byggjast á faglegum rökum.“ Hópurinn tók fram að „Hópleit í 40-49 ára virðist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni.“ og að „Gæta verði að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar.“ Til viðbótar var sagt: „Tekið skal fram að tilmæli starfshópsins eiga við konur sem ekki eru í sérstakri áhættu að fá brjóstakrabbamein.“ Fyrirkomulag annarra þjóða Eiginlega allar þjóðir miða við að hefja skipulega skimun fyrir brjóstakrabbameinum hjá einkennalausum konum við 50 ára aldur. Til dæmis Danmörk, Noregur, Finnland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Pólland, Ítalía, Írland, Skotland og England svo einhver lönd séu nefnd. Bandaríkin hækkuðu sín mörk í 50 ára árið 2009 þar sem mælt er með skimun. Ný úttekt var gerð þar 2016 og áfram er miðað við 50 ár. Austurríki, Tékkland, Ungverjaland, Portúgal og Spánn miða við 45 ár. Aðrar undantekningar á heimsvísu eru 5 lönd: Svíþjóð, Grikkland, Mexíkó, Slóvakía og Tyrkland. Þessi lönd miða enn við 40 ára aldur. Ráðgjöf og samtal um krabbamein á auðvitað að vera í boði fyrir allar konur á öllum aldri. Allar þjóðir með krabbameinsáætlun leggja áherslu á það. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gefur út viðmið um krabbameinsskimanir.( https://healthcare-quality.jrc.ec.europa.eu/european-breast-cancer-guidelines/screening-ages-and-frequencies) . Sérfræðingahópurinn er skipaður vísindafólki víðs vegar frá Evrópu og telur um 60 manns. Niðurstaðan í dag er að framkvæmdastjórnin mælir ekki með skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum á aldrinum 40-44 ára. Fyrir aldurinn 45-49 er skimun á 2 til 3 ára fresti einungis lögð fram sem tillaga. Notað er orðalagið „suggest.“ Um vísindalegan bakgrunn þessarar tillögu er sagt: „Moderate certainty of the evidence“. Um aldurinn 50-69 er mælt með skimun á 2 ára fresti. Notað er orðalagið „Strong recommendation.“ Vísindalegu rökin eru samt ekki ótvíræð, en metið sem svo að ávinningur sé meiri en skaði og því óhætt að mæla beinlínis með. Um aldurinn 70 – 74 er á svipaðan máta mælt með skimun á 3 ára fresti. Ísland er með fyrstu þjóðum til að innleiða skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrir þennan aldurshóp. Hvort það verður á tveggja eða þriggja ára fresti á eftir að útfæra. Niðurstaða skimunarráðs um skimanir fyrir brjóstakrabbameinum frá 2020 Faghópur brjóstakrabbameina, sem var skimunaráði til aðstoðar, var hlynntur að fylgja tillögum Framkvæmdastjórnar ESB og hefja skimun við 45 ár aldur. Skimunarráð fór yfir vísindalega þekkingu og hvort eitthvað hafi bæst við sem óyggjandi gæti snúið álitinu frá 2016. Niðurstaðan var að svo var ekki. Þess vegna leggur skimunarráð álitið frá 2016 til grundvallar sínu áliti um hverju má beinlínis mæla með varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini. Skimunarráð verður að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og að halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það er okkar hlutverk að láta þau sjónarmið ráða. Skimunarráð 2018-2020 Anna Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur í meinafræði Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagnýtri siðfræði Jakob Jóhannsson, yfirlæknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum Margrét Ólafía Tómasdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum, lyflækningasviði Landspítala og prófessor emeritus, læknadeild Háskóla Íslands. Thor Aspelund, prófessor í lýðheilsuvísindum og líftölfræði (formaður) Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í heilsuhagfræði Aukaefni Landlæknir skipaði eftirfarandi sérfræðinga í starfshópinn (árið 2015). Hann skilaði áliti 23. febrúar 2016. Ásbjörn Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í myndgreiningu Ásgerði Sverrisdóttur, sérfræðing í krabbameinslækningum Birgi Jakobsson, landlækni Brynju Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðing á Brjóstamiðstöð LSH og formann Brjóstaheilla-Samhjálpar Kvenna Harald Briem, yfirlækni, sérstakan ráðgjafa Helga Sigurðsson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í krabbameinslækningum Jón Gunnlaug Jónasson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í meinafræði Laufeyju Tryggvadóttur, prófessor, sérfræðing í faraldsfræði Magnús Baldvinsson, sérfræðing í myndgreiningu Óskar Jóhannsson, sérfræðing í krabbameinslækningum Vilhjálm Rafnsson, prófessor emeritus, sérfræðing í fyrirbyggjandi læknisfræði Þorvald Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í skurðlækningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Skimunarráð Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. Sérstaklega átti að huga að faglegum rökum fyrir hvernig stjórnun og skipulagi krabbameinsleitar verði háttað. Skimunarráð er skipað 7 sérfræðingum af mismunandi sviðum. Til aðstoðar skimunarráði voru 3 faghópar, skipaðir sérfræðingum á hverju sviði til að fjalla um skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini. Með skimun er átt við skipulagða hópleit þ.e. innköllun á skipulegan hátt á einkennalausu fólki til skoðunar. Ekki er átt við skoðanir af tilefni einkenna hjá fólki eða fólki í hárri áhættu til dæmis út frá vitneskju um erfðaþætti eða fjölskyldusögu. Skerpa þarf á fræðslu um hópleitir og skimanir og muninn á greiningu við hópleit (skimun) og greiningu við skoðun utan hópleitar. Eins þarf að leggjast í átak við bæta mætingu í skimanir því þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er rétt um 60%. Til þess að skimanir skili árangri þarf þátttaka að ná yfir 75%. Hér þarf að bæta úr en áhuginn er greinilega fyrir hendi. Niðurstöður skimunarráðs 2020 Eftir störf skimunarráðs 2018-2020 er komin fram tillaga um að skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23. aldur og mælt eindregið með að HPV frumskimun verði tekin upp hér á landi eigi síðar en 1. janúar 2021. Það eru líka tíðindi að komin er tillaga að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) sem sátt er um. Lagt er til að hafin verði frumskimun fyrir KRE í aldurshópnum 50-74 ára samkvæmt evrópskum ráðleggingum. Byrja með aldurshópinn 60-69 ára í meðaláhættu með leit að duldu blóði í hægðum (svokallað FIT próf) annað hvert ár og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Að auki leggur fagráðið til að einstaklingum sem eru á 51. aldursári verði boðin ristilspeglun sem frumskimun en annars val um að þiggja FIT próf einu sinni. Skimunarráð lagði til í samræmi við fyrri álit að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Sú tillaga hefur komið af stað umræðu um skimanir sem er jákvætt en þarfnast frekari útskýringar. Fyrri niðurstöður um skimun fyrir brjóstakrabbameini frá 2016 Fyrrverandi landlæknir skipaði haustið 2015 starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu að stefnu um framtíð skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini á Íslandi, sérstaklega með tilliti til aldursmarka og tíðni hennar. Sá starfshópur skilaði áliti 23. febrúar 2016. Þessi starfshópur var skipaður 12 sérfræðingum á sviði læknisfræði, hjúkrunarfræði og faraldsfræði krabbameina. Niðurstaða í hnotskurn var: „Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna og alþjóðlegra leiðbeininga um almenna skimun fyrir brjóstakrabbameini mælir starfshópurinn með áframhaldandi skimunum og að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Þessi tilmæli byggjast á faglegum rökum.“ Hópurinn tók fram að „Hópleit í 40-49 ára virðist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni.“ og að „Gæta verði að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar.“ Til viðbótar var sagt: „Tekið skal fram að tilmæli starfshópsins eiga við konur sem ekki eru í sérstakri áhættu að fá brjóstakrabbamein.“ Fyrirkomulag annarra þjóða Eiginlega allar þjóðir miða við að hefja skipulega skimun fyrir brjóstakrabbameinum hjá einkennalausum konum við 50 ára aldur. Til dæmis Danmörk, Noregur, Finnland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Pólland, Ítalía, Írland, Skotland og England svo einhver lönd séu nefnd. Bandaríkin hækkuðu sín mörk í 50 ára árið 2009 þar sem mælt er með skimun. Ný úttekt var gerð þar 2016 og áfram er miðað við 50 ár. Austurríki, Tékkland, Ungverjaland, Portúgal og Spánn miða við 45 ár. Aðrar undantekningar á heimsvísu eru 5 lönd: Svíþjóð, Grikkland, Mexíkó, Slóvakía og Tyrkland. Þessi lönd miða enn við 40 ára aldur. Ráðgjöf og samtal um krabbamein á auðvitað að vera í boði fyrir allar konur á öllum aldri. Allar þjóðir með krabbameinsáætlun leggja áherslu á það. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gefur út viðmið um krabbameinsskimanir.( https://healthcare-quality.jrc.ec.europa.eu/european-breast-cancer-guidelines/screening-ages-and-frequencies) . Sérfræðingahópurinn er skipaður vísindafólki víðs vegar frá Evrópu og telur um 60 manns. Niðurstaðan í dag er að framkvæmdastjórnin mælir ekki með skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum á aldrinum 40-44 ára. Fyrir aldurinn 45-49 er skimun á 2 til 3 ára fresti einungis lögð fram sem tillaga. Notað er orðalagið „suggest.“ Um vísindalegan bakgrunn þessarar tillögu er sagt: „Moderate certainty of the evidence“. Um aldurinn 50-69 er mælt með skimun á 2 ára fresti. Notað er orðalagið „Strong recommendation.“ Vísindalegu rökin eru samt ekki ótvíræð, en metið sem svo að ávinningur sé meiri en skaði og því óhætt að mæla beinlínis með. Um aldurinn 70 – 74 er á svipaðan máta mælt með skimun á 3 ára fresti. Ísland er með fyrstu þjóðum til að innleiða skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrir þennan aldurshóp. Hvort það verður á tveggja eða þriggja ára fresti á eftir að útfæra. Niðurstaða skimunarráðs um skimanir fyrir brjóstakrabbameinum frá 2020 Faghópur brjóstakrabbameina, sem var skimunaráði til aðstoðar, var hlynntur að fylgja tillögum Framkvæmdastjórnar ESB og hefja skimun við 45 ár aldur. Skimunarráð fór yfir vísindalega þekkingu og hvort eitthvað hafi bæst við sem óyggjandi gæti snúið álitinu frá 2016. Niðurstaðan var að svo var ekki. Þess vegna leggur skimunarráð álitið frá 2016 til grundvallar sínu áliti um hverju má beinlínis mæla með varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini. Skimunarráð verður að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og að halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það er okkar hlutverk að láta þau sjónarmið ráða. Skimunarráð 2018-2020 Anna Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur í meinafræði Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagnýtri siðfræði Jakob Jóhannsson, yfirlæknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum Margrét Ólafía Tómasdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum, lyflækningasviði Landspítala og prófessor emeritus, læknadeild Háskóla Íslands. Thor Aspelund, prófessor í lýðheilsuvísindum og líftölfræði (formaður) Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í heilsuhagfræði Aukaefni Landlæknir skipaði eftirfarandi sérfræðinga í starfshópinn (árið 2015). Hann skilaði áliti 23. febrúar 2016. Ásbjörn Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í myndgreiningu Ásgerði Sverrisdóttur, sérfræðing í krabbameinslækningum Birgi Jakobsson, landlækni Brynju Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðing á Brjóstamiðstöð LSH og formann Brjóstaheilla-Samhjálpar Kvenna Harald Briem, yfirlækni, sérstakan ráðgjafa Helga Sigurðsson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í krabbameinslækningum Jón Gunnlaug Jónasson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í meinafræði Laufeyju Tryggvadóttur, prófessor, sérfræðing í faraldsfræði Magnús Baldvinsson, sérfræðing í myndgreiningu Óskar Jóhannsson, sérfræðing í krabbameinslækningum Vilhjálm Rafnsson, prófessor emeritus, sérfræðing í fyrirbyggjandi læknisfræði Þorvald Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í skurðlækningum
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun