Brynjar tróð góðum nikótínkodda í vör á forsetastóli Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2021 10:04 Brynjar ákvað að líklega væri betra að njóta ræðu ráðherra síns, Kristjáns Þórs, með góðan nikótínkodda í vör. vísir/vilhelm Ýmsir sem fylgdust með umræðum á þinginu í gær ráku upp stór augu þegar Brynjar Níelsson, í sæti forseta Alþingis, dró fram bauk úr vasa sínum. Brynjar er einn forseta Alþingis og var á vaktinni í gær. Þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra stóð í pontu og ræddi veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða hallaði Brynjar sér makindalega aftur í sæti sínu. Hann hefur eflaust talið allt í traustum höndum, með ráðherra sinn í púlti. Fékk sér fyrst vatnssopa og laumaði þá vinstri hönd í jakkavasa sinn, dró fram dós, hallaði sér fram og laumaði kodda í vörina. Eflaust til að njóta ræðu Kristjáns Þórs enn betur. Ekki er það svo að Brynjar sé að flagga nikótínneyslu sinni, og ef til vill hefði minni maður komist upp með að fá sér í vörina án þess að eftir því væri tekið. En Brynjar er hávaxinn og getur ekki svo auðveldlega falið sig eða pukrast á bak við skrifborð forseta Alþingis. Þessir nikótínkoddar voru nýverið til umfjöllunar á Vísi og sitt sýnist hverjum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, var harðlega gagnrýndur fyrir að fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ sagði Aron Laxdal doktor í íþróttafræðum af því tilefni. Ekki tóbak heldur nikótínkoddi Blaðamanni varð heldur betur á í messunni þegar hann dró þá ályktun að Brynjar hafi troðið tóbaki í túlann á sér þar sem hann sat í stóli forseta þingsins, eins og sjá mátti í fyrri útgáfu þessarar fréttar. Um er að ræða svokallaða nikótínkodda en ekki tóbak. Brynjar lét sér þessi mistök í léttu rúmi liggja þegar blaðamaður innti hann eftir því hvers kyns væri eftir fjölda ábendinga. Þetta er sem sagt ekki allt sama tóbakið. „Já, þetta eru nikótínkoddar. Ég reykti svo mikið, var orðinn lafmóður. Í byrjun febrúar í fyrra, ákvað ég að prófa þessa púða til að losna við sígarettuna. Þetta svínvirkaði þannig að ég hef ekki tekið smók í núna tæpt ár.“ Brynjar segist einnig hafa reynt vape en lent í bölvuðu rugli með þau tæki og tól. Betur hefur gengið með nikótínkoddana. Blaðamanni barst ábending um að um væri að ræða nikótínkodda að tegundinni Lyft? „Já, þetta er það. Lyft IceCool. Sama orðið og ég notaði á stefnumótasíðunni þar sem Bjarni notaði Icehot1; þá notaði ég IceCool1,“ segir Brynjar og gerir að gamni sínu. Blaðamaður vill biðja bæði Brynjar og lesendur afsökunar á ónákvæmninni. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar nýju upplýsingar. Þrátt fyrir skemmtilegar og hnyttnar ræður þingmanna er ekki alltaf auðvelt fyrir forseta þingsins að halda einbeitingu...Posted by Brynjar Níelsson on Fimmtudagur, 21. janúar 2021 Heilsa Heilbrigðismál Lyf Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Brynjar er einn forseta Alþingis og var á vaktinni í gær. Þegar Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra stóð í pontu og ræddi veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða hallaði Brynjar sér makindalega aftur í sæti sínu. Hann hefur eflaust talið allt í traustum höndum, með ráðherra sinn í púlti. Fékk sér fyrst vatnssopa og laumaði þá vinstri hönd í jakkavasa sinn, dró fram dós, hallaði sér fram og laumaði kodda í vörina. Eflaust til að njóta ræðu Kristjáns Þórs enn betur. Ekki er það svo að Brynjar sé að flagga nikótínneyslu sinni, og ef til vill hefði minni maður komist upp með að fá sér í vörina án þess að eftir því væri tekið. En Brynjar er hávaxinn og getur ekki svo auðveldlega falið sig eða pukrast á bak við skrifborð forseta Alþingis. Þessir nikótínkoddar voru nýverið til umfjöllunar á Vísi og sitt sýnist hverjum. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, var harðlega gagnrýndur fyrir að fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. „Maður eyðir öllum deginum í að efla lýðheilsu barna, og á sama tíma eru svona vitleysingar að eitra huga komandi kynslóða fyrir nokkra þúsundkalla. Standard takk,“ sagði Aron Laxdal doktor í íþróttafræðum af því tilefni. Ekki tóbak heldur nikótínkoddi Blaðamanni varð heldur betur á í messunni þegar hann dró þá ályktun að Brynjar hafi troðið tóbaki í túlann á sér þar sem hann sat í stóli forseta þingsins, eins og sjá mátti í fyrri útgáfu þessarar fréttar. Um er að ræða svokallaða nikótínkodda en ekki tóbak. Brynjar lét sér þessi mistök í léttu rúmi liggja þegar blaðamaður innti hann eftir því hvers kyns væri eftir fjölda ábendinga. Þetta er sem sagt ekki allt sama tóbakið. „Já, þetta eru nikótínkoddar. Ég reykti svo mikið, var orðinn lafmóður. Í byrjun febrúar í fyrra, ákvað ég að prófa þessa púða til að losna við sígarettuna. Þetta svínvirkaði þannig að ég hef ekki tekið smók í núna tæpt ár.“ Brynjar segist einnig hafa reynt vape en lent í bölvuðu rugli með þau tæki og tól. Betur hefur gengið með nikótínkoddana. Blaðamanni barst ábending um að um væri að ræða nikótínkodda að tegundinni Lyft? „Já, þetta er það. Lyft IceCool. Sama orðið og ég notaði á stefnumótasíðunni þar sem Bjarni notaði Icehot1; þá notaði ég IceCool1,“ segir Brynjar og gerir að gamni sínu. Blaðamaður vill biðja bæði Brynjar og lesendur afsökunar á ónákvæmninni. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þessar nýju upplýsingar. Þrátt fyrir skemmtilegar og hnyttnar ræður þingmanna er ekki alltaf auðvelt fyrir forseta þingsins að halda einbeitingu...Posted by Brynjar Níelsson on Fimmtudagur, 21. janúar 2021
Heilsa Heilbrigðismál Lyf Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Gagnrýnir nikótínpúðaauglýsingu Dr. Football: „Svona vitleysingar eru að eitra huga komandi kynslóða“ Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum. 14. janúar 2021 18:20