Ungt fólk, geðheilbrigði og atvinnulífið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 17:30 Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Félagsmál Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Skýrt ákall um að setja geðheilbrigði í forgang hefur nýverið lyft þessum mikilvægu málum upp í umræðunni. Óhugnanleg tölfræði í málaflokknum liggur fyrir. Samt virðast stjórnvöld láta þessi mál sér í léttu rúmi liggja. Við höfum heyrt fögur fyrirheit stjórnvalda um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu en hver er staðan? Miðar þessum málum raunverulega eitthvað áfram? Sterk félagasamtök Gríðarlega mörg öflug samtök vinna markvisst að því að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og er ungt fólk í einhverjum tilvikum í fararbroddi fyrir slíkum herferðum. Má nefna til dæmis Geðhjálp sem nýlega stóð fyrir áberandi herferð um áskorun til stjórnvalda og samfélagsins að setja geðheilsu í forgang. Þá efla önnur félög fræðslu um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, t.d. Geðfræðslufélagið Hugrún, sem stofnað var af nemendum Háskóla Íslands. Verkefnið er gríðarlega stórt, enda er einnig lagt upp með því að auka samfélagslega vitund um geðheilbrigðismál í heild. Verkefni sem stjórnvöld ættu að sjá hag sinn í að styrkja, jafnvel í samvinnu við félagasamtök eða þá með beinum stuðningi við þau. Leggja þarf áherslu á forvarnir og standa þarf við loforð um stóraukna geðheilbrigðisþjónustu og innleiðingu geðræktar í skólakerfið. Atvinnuleysisáhrifin Staðan í dag veldur því að við verðum að gjalda varhug við þróun atvinnuleysis í hópi unga fólksins. Atvinnuleysi unga fólksins er verulegt áhyggjuefni, en mest var atvinnuleysi í hópnum 25-29 ára árið 2020, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Grípa þarf til markvissari aðgerða til uppbyggingar á atvinnutækifærum svo unga fólkið ílengist ekki í atvinnuleysinu, því langvarandi atvinnuleysi getur vissulega dregið úr krafti ungamenna. Andleg líðan ungmenna líður fyrir aðgerðaleysi. Tækifæri stjórnvalda til að efla atvinnulíf eru mörg, til að mynda almennar skattalækkanir og einfaldara regluverk fyrirtækja. Fjöldi ungra á örorku Fjölgun skráðra ungra öryrkja veldur því að hér þarf að nema staðar og skoða hvað veldur. Stór hluti unga fólksins á örorku er í þeirri stöðu vegna geðrænna vandamála. Við þekkjum því oft hvað veldur en erum ekki að sinna forvarnarstarfi með þeim hætti að árangur náist af. Við erum ekki að grípa þessa einstaklinga nógu snemma til að koma þeim til aðstoðar. Þar þurfum við að gera betur. Vandinn sem hér er nefndur er tvíþættur og málaflokkurinn óþrjótandi. Ungt fólk skortir atvinnutækifæri sem reynir mjög á andlega líðan. Kerfið er ekki að ná að grípa ungt fólk með geðræn vandamál til að sporna gegn aukningu ungra öryrkja. Bregðast þarf við vandanum hið snarasta. Óbreytt ástand mun valda verulegum vandamálum seinna meir og mun reynast samfélaginu ofvaxið ef stjórnvöld grípa ekki inn í með markvissum aðgerðum. Fjárhagslegur og félagslegur ávinningur af því að grípa til aðgerða hlýtur að vera mikilsverður. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun