Greene vikið úr nefndum bandaríska þingsins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. febrúar 2021 06:54 Marjorie Taylor Greene, þingmaður Repúblikana, er vægast sagt umdeild. Getty/Alex Wong Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað í gærkvöldi að refsa þingmanni Repúblikana í deildinni, Marjorie Taylor Greene, með því að reka hana úr þeim tveimur nefndum sem hún hafði verið skipuð í. Greene, sem er ný á þingi, hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hún hefur síðustu misserin tekið undir margvíslegar samsæriskenningar á borð við Qanon. Þá urðu alræmd ummæli hennar um að árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi verið sviðsettar og sama hefur hún sagt um fjöldamorð í skólum. Hún þykir afar hægrisinnuð í skoðunum og er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump. Demókratar á þinginu vildu fjarlægja hana úr nefndunum og þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni tókst þeim það. Greene er þó einnig umdeild innan eigin flokks og ellefu Repúblikanar kusu með tillögunni í gær. Fyrr í gær gaf Greene út yfirlýsingu þar sem hún sagðist sjá eftir öllum þessum óábyrgu ummælum, en hún gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar á þeim. Það er afar sjaldgæft að meðlimir úr öðrum flokki hlutist svona til um stöðu andstæðinga sinna en í vikunni höfðu Repúblikanar sjálfir ákveðið að aðhafast ekki í málum Greene. Bandaríkin Tengdar fréttir Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Greene, sem er ný á þingi, hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hún hefur síðustu misserin tekið undir margvíslegar samsæriskenningar á borð við Qanon. Þá urðu alræmd ummæli hennar um að árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi verið sviðsettar og sama hefur hún sagt um fjöldamorð í skólum. Hún þykir afar hægrisinnuð í skoðunum og er á meðal heitustu stuðningsmanna Donalds Trump. Demókratar á þinginu vildu fjarlægja hana úr nefndunum og þar sem þeir eru í meirihluta í fulltrúadeildinni tókst þeim það. Greene er þó einnig umdeild innan eigin flokks og ellefu Repúblikanar kusu með tillögunni í gær. Fyrr í gær gaf Greene út yfirlýsingu þar sem hún sagðist sjá eftir öllum þessum óábyrgu ummælum, en hún gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar á þeim. Það er afar sjaldgæft að meðlimir úr öðrum flokki hlutist svona til um stöðu andstæðinga sinna en í vikunni höfðu Repúblikanar sjálfir ákveðið að aðhafast ekki í málum Greene.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55 Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32
Repúblikanar aðhafast ekkert gegn Greene og Cheney Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn þingkonunum Marjorie Taylor Greene og Liz Cheney. 4. febrúar 2021 07:55
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00