Slakur varnarleikur Nets áhyggjuefni og gott gengi Jazz heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 09:30 James Harden var ekki sáttur með varnarleik sinna manna í nótt. Elsa/Getty Images Það var af nægu að taka úr leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Ofurlið Brooklyn Nets getur ekki spilað vörn, Utah Jazz er besta lið deildarinnar sem stendur og Boston Celtics lögðu Los Angeles Clippers. Nets tapaði með sex stiga mun gegn Toronto Raptors, 123-117. Jazz pakkaði Charlotte Hornets saman, lokatölur 138-121. Þá vann Boston Celtics nauman fjögurra stiga sigur á Clippers, 119-115. Athygli vakti að Kevin Durant, ein af þremur ofurstjörnum Brooklyn Nets liðsins, hóf leikinn gegn Toronto Raptors á bekknum. Fram að því að hafði hann byrjað 867 leiki í röð eða allan sinn feril, það er ef hann var heill heilsu. Durant missti til að mynda af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Durant var á bekknum vegna heilsu- og öryggis ástæðna (e. health and safety protocols) NBA-deildarinnar. Sömu ástæður sáu til þess að hann var tekinn af velli í þriðja leikhluta og spilaði ekki meira í leiknum. Ástæðan er sú að aðili sem Durant hafði umgengist reyndist smitaður af Covid-19 en leikmaðurinn hafði sjálfur farið þrisvar í próf og alltaf fengið neikvæða niðurstöðu. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Leikmenn Nets voru eðlilega pirraðir enda fannst mönnum undarlegt að hann mætti ekki spila, svo spila og svo ekki. Durant sjálfur greindist með kórónuveiruna í mars. Durant skoraði átta stig, gaf fimm stoðsendingar og tók sex fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði í nótt. James Harden endaði stigahæstur með 17 stig, 12 stoðsendingar ásamt því að taka sjö fráköst. Kyrie Irving skoraði 15 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fimm fráköst. Það dugði ekki til að þessu sinni þar sem Brooklyn-liðinu gengur bölvanlega að spila vörn. Hjá Raptors voru Pascal Siakam og Kyle Lowry í styði. Siakam setti niður 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Lowry setti 30 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst. Siakam & Lowry combine for 6 3 in the @Raptors win! #WeTheNorth @pskills43: 33 PTS, 11 REB, 6 AST, 3 STL@Klow7: 30 PTS, 7 AST, 6 3PM, 2 STL pic.twitter.com/MCFT6VHmyh— NBA (@NBA) February 6, 2021 Utah Jazz, besta lið deildarinnar, vann sinn 18 leik á tímabilinu er það rúllaði yfir Charlotte Hornets. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku leikmenn Utah öll völd á vellinum í öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigri þeirra, vannst sá leikhluti með 17 stiga mun og Jazz því 15 stigum yfir í hálfleik, 69-54. Charlotte náði aldrei að ógna forystu Jazz af neinni alvöru í síðari hálfleik og fór það svo að Jazz vann 17 stiga sigur, lokatölur 138-121. Nýliðinn LaMelo Ball, leikmaður Hornets, var stigahæstur á vellinum með 34 stig ásamt því að hann gaf átta stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá Utah skoraði Donavan Mitchell 30 stig en Bojan Bogdanović gerði örlítið betur þar sem hann skoraði 31 stig. Boston Celtics lögðu LA Clippers í hörkuleik þar sem spennan var allsráðandi allt fram að lokaflauti leiksins. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum í nótt á meðan Kawhi Leonard gerði sitt besta til að halda Clippers í leiknum en Paul George var ekki með að þessu sinni. Lou Williams kom Clippers stigi yfir þegar mínúta var eftir með fallegu þriggja stiga skoti eftir frábæra stoðsendingu Kawhi. Clippers stálu boltanum í næstu sókn en Kemba Walker stal honum til baka og kom Celtics einu stigi yfir, 113-112 þegar 32 sekúndur voru til leiksloka. Boston nýttu sér meðbyrinn og unnu leikinn með fjögurra stiga mun, 119-115. Tatum og Walker skoruðu alls 58 stig fyrir Celtics í nótt. Sá fyrrnefndi með 34 og Walker 24. Kawhi setti niður 28 í liði Clippers ásamt því að taka 11 fráköst. Season-high 24 PTS 10 in the 4th quarter Go-ahead jumper & game-sealing FTs@KembaWalker lifts the @celtics! pic.twitter.com/07fuk4TVYE— NBA (@NBA) February 6, 2021 Úrslit næturinnar Indiana Pacers 113-114 New Orleans Pelicans Orlando Magic 123-119 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 105-123 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 103-106 Minnesota Timberwolves Miami Heat 122-95 Washington Wizards Phoenix Suns 109-92 Detroit Pistons NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Nets tapaði með sex stiga mun gegn Toronto Raptors, 123-117. Jazz pakkaði Charlotte Hornets saman, lokatölur 138-121. Þá vann Boston Celtics nauman fjögurra stiga sigur á Clippers, 119-115. Athygli vakti að Kevin Durant, ein af þremur ofurstjörnum Brooklyn Nets liðsins, hóf leikinn gegn Toronto Raptors á bekknum. Fram að því að hafði hann byrjað 867 leiki í röð eða allan sinn feril, það er ef hann var heill heilsu. Durant missti til að mynda af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Durant var á bekknum vegna heilsu- og öryggis ástæðna (e. health and safety protocols) NBA-deildarinnar. Sömu ástæður sáu til þess að hann var tekinn af velli í þriðja leikhluta og spilaði ekki meira í leiknum. Ástæðan er sú að aðili sem Durant hafði umgengist reyndist smitaður af Covid-19 en leikmaðurinn hafði sjálfur farið þrisvar í próf og alltaf fengið neikvæða niðurstöðu. Free me— Kevin Durant (@KDTrey5) February 6, 2021 Leikmenn Nets voru eðlilega pirraðir enda fannst mönnum undarlegt að hann mætti ekki spila, svo spila og svo ekki. Durant sjálfur greindist með kórónuveiruna í mars. Durant skoraði átta stig, gaf fimm stoðsendingar og tók sex fráköst á þeim 19 mínútum sem hann spilaði í nótt. James Harden endaði stigahæstur með 17 stig, 12 stoðsendingar ásamt því að taka sjö fráköst. Kyrie Irving skoraði 15 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fimm fráköst. Það dugði ekki til að þessu sinni þar sem Brooklyn-liðinu gengur bölvanlega að spila vörn. Hjá Raptors voru Pascal Siakam og Kyle Lowry í styði. Siakam setti niður 33 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa sex stoðsendingar. Lowry setti 30 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók fimm fráköst. Siakam & Lowry combine for 6 3 in the @Raptors win! #WeTheNorth @pskills43: 33 PTS, 11 REB, 6 AST, 3 STL@Klow7: 30 PTS, 7 AST, 6 3PM, 2 STL pic.twitter.com/MCFT6VHmyh— NBA (@NBA) February 6, 2021 Utah Jazz, besta lið deildarinnar, vann sinn 18 leik á tímabilinu er það rúllaði yfir Charlotte Hornets. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tóku leikmenn Utah öll völd á vellinum í öðrum leikhluta en hann lagði grunninn að sigri þeirra, vannst sá leikhluti með 17 stiga mun og Jazz því 15 stigum yfir í hálfleik, 69-54. Charlotte náði aldrei að ógna forystu Jazz af neinni alvöru í síðari hálfleik og fór það svo að Jazz vann 17 stiga sigur, lokatölur 138-121. Nýliðinn LaMelo Ball, leikmaður Hornets, var stigahæstur á vellinum með 34 stig ásamt því að hann gaf átta stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hjá Utah skoraði Donavan Mitchell 30 stig en Bojan Bogdanović gerði örlítið betur þar sem hann skoraði 31 stig. Boston Celtics lögðu LA Clippers í hörkuleik þar sem spennan var allsráðandi allt fram að lokaflauti leiksins. Jayson Tatum fór fyrir sínum mönnum í nótt á meðan Kawhi Leonard gerði sitt besta til að halda Clippers í leiknum en Paul George var ekki með að þessu sinni. Lou Williams kom Clippers stigi yfir þegar mínúta var eftir með fallegu þriggja stiga skoti eftir frábæra stoðsendingu Kawhi. Clippers stálu boltanum í næstu sókn en Kemba Walker stal honum til baka og kom Celtics einu stigi yfir, 113-112 þegar 32 sekúndur voru til leiksloka. Boston nýttu sér meðbyrinn og unnu leikinn með fjögurra stiga mun, 119-115. Tatum og Walker skoruðu alls 58 stig fyrir Celtics í nótt. Sá fyrrnefndi með 34 og Walker 24. Kawhi setti niður 28 í liði Clippers ásamt því að taka 11 fráköst. Season-high 24 PTS 10 in the 4th quarter Go-ahead jumper & game-sealing FTs@KembaWalker lifts the @celtics! pic.twitter.com/07fuk4TVYE— NBA (@NBA) February 6, 2021 Úrslit næturinnar Indiana Pacers 113-114 New Orleans Pelicans Orlando Magic 123-119 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 105-123 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 103-106 Minnesota Timberwolves Miami Heat 122-95 Washington Wizards Phoenix Suns 109-92 Detroit Pistons NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira