LeBron James bauð upp á þrennu í fjarveru Davis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 07:31 LeBron James var mjög öflugur í sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Mark J. Terrill LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James þurfti að gera mikið í 119-112 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunder og endaði með þrennu en þurfti að spila 43 mínútur. James var með 28 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 19 stig. Lakers náði 8-0 spretti á lokakafla fjórða leikhluta en Shai Gilgeous-Alexander tryggði Thunder framlengingu með því að setja niður þrjú víti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Anthony Davis missti af leiknum vegna meiðsla en Lakers endurheimti Wesley Matthews. Matthews kom með 16 stig af bekknum og Montrezl Harrell bætti við 21 stigi hjá varamönnum Lakers. Gilgeous-Alexander skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Thunder liðið. LBJ to Wes Matthews.. got it!7-0 @Lakers run to start OT https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/w2KaleJrD1— NBA (@NBA) February 9, 2021 Dejounte Murray skorðai 27 stig, tók 10 fráköst og stal 8 boltum þegar San Antonio Spurs vann 105-100 sigur á Golden State Warriors og DeMar DeRozan bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Warriors en það dugði ekki til. Draymond Green var með 10 fráköst og 10 stoðsendingar en aðeins 7 stig. Dejounte Murray (27 PTS) hits the clutch 3 to help secure the @spurs win! #GoSpursGo pic.twitter.com/yNn8jHylmW— NBA (@NBA) February 9, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig, 13 fráköst og 6 varin skot þegar Dallas Mavericks vann 127-122 útisigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skoraði 26 stig og Tim Hardaway kom með 24 stig inn af bekknum. Malik Beasley var með 22 af 30 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Timberwolves. Devin Booker átti mjög flottan leik þegar Phoenix Suns hélt góðu gengi sínu áfram með 119-113 sigur á Cleveland Cavaliers. Booker skoraði 36 stig og Mikal Bridges var með 22 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Devin Booker hitti úr 14 af 27 skotum og var einnig með átta stoðsendingar. 32 for FVV 32 for Spicy P W for @Raptors @pskills43 x @FredVanVleet pic.twitter.com/sgy5jSxWDB— NBA (@NBA) February 9, 2021 Fred VanVleet og Pascal Siakam voru báðir með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 128-113 útisigur á Memphis Grizzlies. VanVleet hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en hann átti einnig níu stoðsendingar. Toronto liðið vann seinni hálfleikinn 65-43 en liðið fór í gang eftir að þjálfarinn Nick Nurse var rekinn út úr húsi í þriðja leikhluta. 11 dimes for Middleton.25 points for Giannis.@Bucks lead midway through the 4th Q on NBA TV. pic.twitter.com/LmLMgP2Zrn— NBA (@NBA) February 9, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og Khris Middleton var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 125-112 útisigur á Denver Nuggets. Nikola Jokic skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Denver en það dugði ekki til. LaMelo ties the @hornets rookie record with 7 threes! @MELOD1P: 24 PTS | 10 AST pic.twitter.com/aVHEV3SnPz— NBA (@NBA) February 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira
LeBron James þurfti að gera mikið í 119-112 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunder og endaði með þrennu en þurfti að spila 43 mínútur. James var með 28 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 19 stig. Lakers náði 8-0 spretti á lokakafla fjórða leikhluta en Shai Gilgeous-Alexander tryggði Thunder framlengingu með því að setja niður þrjú víti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Anthony Davis missti af leiknum vegna meiðsla en Lakers endurheimti Wesley Matthews. Matthews kom með 16 stig af bekknum og Montrezl Harrell bætti við 21 stigi hjá varamönnum Lakers. Gilgeous-Alexander skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Thunder liðið. LBJ to Wes Matthews.. got it!7-0 @Lakers run to start OT https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/w2KaleJrD1— NBA (@NBA) February 9, 2021 Dejounte Murray skorðai 27 stig, tók 10 fráköst og stal 8 boltum þegar San Antonio Spurs vann 105-100 sigur á Golden State Warriors og DeMar DeRozan bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Warriors en það dugði ekki til. Draymond Green var með 10 fráköst og 10 stoðsendingar en aðeins 7 stig. Dejounte Murray (27 PTS) hits the clutch 3 to help secure the @spurs win! #GoSpursGo pic.twitter.com/yNn8jHylmW— NBA (@NBA) February 9, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig, 13 fráköst og 6 varin skot þegar Dallas Mavericks vann 127-122 útisigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skoraði 26 stig og Tim Hardaway kom með 24 stig inn af bekknum. Malik Beasley var með 22 af 30 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Timberwolves. Devin Booker átti mjög flottan leik þegar Phoenix Suns hélt góðu gengi sínu áfram með 119-113 sigur á Cleveland Cavaliers. Booker skoraði 36 stig og Mikal Bridges var með 22 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Devin Booker hitti úr 14 af 27 skotum og var einnig með átta stoðsendingar. 32 for FVV 32 for Spicy P W for @Raptors @pskills43 x @FredVanVleet pic.twitter.com/sgy5jSxWDB— NBA (@NBA) February 9, 2021 Fred VanVleet og Pascal Siakam voru báðir með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 128-113 útisigur á Memphis Grizzlies. VanVleet hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en hann átti einnig níu stoðsendingar. Toronto liðið vann seinni hálfleikinn 65-43 en liðið fór í gang eftir að þjálfarinn Nick Nurse var rekinn út úr húsi í þriðja leikhluta. 11 dimes for Middleton.25 points for Giannis.@Bucks lead midway through the 4th Q on NBA TV. pic.twitter.com/LmLMgP2Zrn— NBA (@NBA) February 9, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og Khris Middleton var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 125-112 útisigur á Denver Nuggets. Nikola Jokic skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Denver en það dugði ekki til. LaMelo ties the @hornets rookie record with 7 threes! @MELOD1P: 24 PTS | 10 AST pic.twitter.com/aVHEV3SnPz— NBA (@NBA) February 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Sjá meira