Þekkti ekki dómaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2021 08:38 Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Dómsmál Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar