Þekkti ekki dómaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2021 08:38 Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Dómsmál Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar