Dvölin í Disney World farin að segja til sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 23:01 LeBron James spilaði aðeins 28 mínútur er Utah Jazz pakkaði Los Angeles Lakers saman í fyrrinótt. Alex Goodlett/Getty Images Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa ríkjandi meistarar NBA-deildarinnar í körfubolta, Los Angeles Lakers, dalað og nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Það virðist sem dvölin í Disney World á síðustu leiktíð sé loksins búin að ná í skottið á LeBron James og félögum. Síðasta tímabil í NBA-deildinni var líkt og aðrar íþróttir litað af kórónufaraldrinum. NBA-deildin fann lausn á þeim vanda með því að færa úrslitakeppni deildarinnar, ásamt nokkrum leikjum til að skera úr um hvaða lið kæmust þangað, í Disney World. Draumaheimur Disney í Orlando í Flórída var því að einangraðri „búbblu“ þar sem keppt var um NBA-meistaratitilinn. Keppni þar hófst þann 31. júlí á síðasta ári og lauk ekki hjá Lakers og Miami Heat fyrr en þann 11. október, eitthvað sem virðist hafa haft áhrif á bæði lið á þessari leiktíð. Liðin sem fóru hvað lengst á síðustu leiktíð ekki fundið taktinn Heat voru lengi af stað á leiktíðinni og hafa löngum köflum leikið án síns besta manns, Jimmy Butler. Sem stendur eru Heat í 8. sæti Austurdeildarinnar með 15 sigra og 17 töp í 32 leikjum. Það sem vekur mikla athygli ef horft er á stöðuna í Austrinu í dag er að Philadelphia 76ers tróna á toppnum [21 sigur, 11 töp] en þeir töpuðu 4-0 fyrir Boston Celtics í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð. Brooklyn Nets er í öðru sæti [21-12] og er ljóst að félagið hefur sjaldan átt jafna góða möguleika á að lyfta þeim stóra og nú með þá Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving innanborðs. Ekkert lið á til að mynda jafn marga leikmenn í Stjörnuleik deildarinnar á þessari leiktíð. No team will be better represented at #NBAAllStar than your Brooklyn Nets.@JHarden13 makes it the first Nets trio selected to an ASG in our NBA history — Brooklyn Nets (@BrooklynNets) February 24, 2021 Nets komst hins vegar ekki í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Irving mætti ekki til leiks í búbblunni, Durant var enn að jafna sig af meiðslum. Harden datt svo út í 2. umferð úrslitakeppninnar gegn Lakers [Harden var þá í Houston Rockets]. Þar á eftir koma Milwaukee Bucks – töpuðu í 2. umferð gegn Miami – og Indiana Pacers sem komst ekki í úrslitakeppnina. Boston Celtics fór alla leið í úrslit Austursins í búbblunni en er sem stendur með sama árangur og Miami, 15 sigra og 17 töp. Sömu sögu að segja af Vestrinu Í Vesturdeildinni er Utah Jazz á toppnum en Donovan Mitchell og félagar eru besta lið deildarinnar um þessar mundir. Því til staðfestingar þá rúllaði Utah yfir Lakers í fyrrinótt. Donovan er helsta stjarna liðsins en fjölmargir aðrir leikmenn eru að eiga stórkostlegt tímabil, til þessa allavega. Utah tapaði 4-3 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Denver Nuggets og hefur áðurnefndur Donovan Mitchell gefið það út að félagið ætli sér lengra í ár. Nágrannar Lakers í Clippers eru í öðru sæti [23-10] en liðið henti frá sér 3-1 forystu gegn Denver í annarri umferð úrslitakeppninnar. Denver fór því í oddaleik í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppninnar og segja má að tankurinn hafi verið tómur er liðið mætti loks Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Fór Lakers með 4-1 sigur af hólmi. Sem stendur er Denver í 7. sæti [17-14]. Phoenix Suns í 4. sæti Vestursins [20-11] – komst ekki í úrslitakeppnina í fyrra. Portland Trail Blazers er í 5. sæti [18-13] – töpuðu 4-1 fyrir Lakers í fyrstu umferð. San Antonio Spurs er í 6. sæti (16-12) – komst ekki í úrslitakeppnina í fyrra. Golden State Warriors er í 8. sæti (18-15) – komst ekki í úrslitakeppnina í fyrra. Lakers í fínum málum miðað við Ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers eru sem stendur í 3. sæti Vestursins [22-11] sem er langt frá því að vera slæmur árangur. Af þeim fjórum liðum sem fóru hvað lengst á síðustu leiktíð þá er Lakers lang efst og eina liðið sem hefur unnið fleiri en 20 leiki. Áhyggjuefnið er hins vegar hversu hratt liðið hefur dalað undanfarið. Liðið hóf febrúar á þremur framlengdum leikjum, sem unnust þó allir. Í kjölfarið fylgdi sigur gegn Memphis Grizzles áður en liðið tapaði gegn Denver. Sigur vannst svo gegn slöku liði Minnesota Timberwolves en síðan hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð. Meistararnir réðu ekkert við Brooklyn Nets, töpuðu svo með tveggja stiga mun gegn Miami Heat og síðan í framlengdum leik gegn Washington Wizards. Að lokum áttu þeir ekki mögulega gegn Utah Jazz í fyrrinótt. Það er vægast sagt leikið þétt í NBA-deildinni þessa dagana og eftir að hafa spilað 33 leiki hafa leikmenn Lakers aðeins tekið þátt í kringum tíu æfingum saman. Það er því lítill tími til að slípa hópinn saman en það á við öll lið deildarinnar og því ekki hægt að nota það sem afsökun. Lakers mæta Portland þann 26. febrúar og Golden Sate tveimur dögum síðar. Stóra spurningin er því hvort lægðin haldi áfram eða LeBron James rífi félaga sína upp og keyri tímabilið af stað á nýjan leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Það virðist sem dvölin í Disney World á síðustu leiktíð sé loksins búin að ná í skottið á LeBron James og félögum. Síðasta tímabil í NBA-deildinni var líkt og aðrar íþróttir litað af kórónufaraldrinum. NBA-deildin fann lausn á þeim vanda með því að færa úrslitakeppni deildarinnar, ásamt nokkrum leikjum til að skera úr um hvaða lið kæmust þangað, í Disney World. Draumaheimur Disney í Orlando í Flórída var því að einangraðri „búbblu“ þar sem keppt var um NBA-meistaratitilinn. Keppni þar hófst þann 31. júlí á síðasta ári og lauk ekki hjá Lakers og Miami Heat fyrr en þann 11. október, eitthvað sem virðist hafa haft áhrif á bæði lið á þessari leiktíð. Liðin sem fóru hvað lengst á síðustu leiktíð ekki fundið taktinn Heat voru lengi af stað á leiktíðinni og hafa löngum köflum leikið án síns besta manns, Jimmy Butler. Sem stendur eru Heat í 8. sæti Austurdeildarinnar með 15 sigra og 17 töp í 32 leikjum. Það sem vekur mikla athygli ef horft er á stöðuna í Austrinu í dag er að Philadelphia 76ers tróna á toppnum [21 sigur, 11 töp] en þeir töpuðu 4-0 fyrir Boston Celtics í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðustu leiktíð. Brooklyn Nets er í öðru sæti [21-12] og er ljóst að félagið hefur sjaldan átt jafna góða möguleika á að lyfta þeim stóra og nú með þá Kevin Durant, James Harden og Kyrie Irving innanborðs. Ekkert lið á til að mynda jafn marga leikmenn í Stjörnuleik deildarinnar á þessari leiktíð. No team will be better represented at #NBAAllStar than your Brooklyn Nets.@JHarden13 makes it the first Nets trio selected to an ASG in our NBA history — Brooklyn Nets (@BrooklynNets) February 24, 2021 Nets komst hins vegar ekki í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð. Irving mætti ekki til leiks í búbblunni, Durant var enn að jafna sig af meiðslum. Harden datt svo út í 2. umferð úrslitakeppninnar gegn Lakers [Harden var þá í Houston Rockets]. Þar á eftir koma Milwaukee Bucks – töpuðu í 2. umferð gegn Miami – og Indiana Pacers sem komst ekki í úrslitakeppnina. Boston Celtics fór alla leið í úrslit Austursins í búbblunni en er sem stendur með sama árangur og Miami, 15 sigra og 17 töp. Sömu sögu að segja af Vestrinu Í Vesturdeildinni er Utah Jazz á toppnum en Donovan Mitchell og félagar eru besta lið deildarinnar um þessar mundir. Því til staðfestingar þá rúllaði Utah yfir Lakers í fyrrinótt. Donovan er helsta stjarna liðsins en fjölmargir aðrir leikmenn eru að eiga stórkostlegt tímabil, til þessa allavega. Utah tapaði 4-3 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Denver Nuggets og hefur áðurnefndur Donovan Mitchell gefið það út að félagið ætli sér lengra í ár. Nágrannar Lakers í Clippers eru í öðru sæti [23-10] en liðið henti frá sér 3-1 forystu gegn Denver í annarri umferð úrslitakeppninnar. Denver fór því í oddaleik í fyrstu tveimur umferðum úrslitakeppninnar og segja má að tankurinn hafi verið tómur er liðið mætti loks Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Fór Lakers með 4-1 sigur af hólmi. Sem stendur er Denver í 7. sæti [17-14]. Phoenix Suns í 4. sæti Vestursins [20-11] – komst ekki í úrslitakeppnina í fyrra. Portland Trail Blazers er í 5. sæti [18-13] – töpuðu 4-1 fyrir Lakers í fyrstu umferð. San Antonio Spurs er í 6. sæti (16-12) – komst ekki í úrslitakeppnina í fyrra. Golden State Warriors er í 8. sæti (18-15) – komst ekki í úrslitakeppnina í fyrra. Lakers í fínum málum miðað við Ríkjandi meistarar Los Angeles Lakers eru sem stendur í 3. sæti Vestursins [22-11] sem er langt frá því að vera slæmur árangur. Af þeim fjórum liðum sem fóru hvað lengst á síðustu leiktíð þá er Lakers lang efst og eina liðið sem hefur unnið fleiri en 20 leiki. Áhyggjuefnið er hins vegar hversu hratt liðið hefur dalað undanfarið. Liðið hóf febrúar á þremur framlengdum leikjum, sem unnust þó allir. Í kjölfarið fylgdi sigur gegn Memphis Grizzles áður en liðið tapaði gegn Denver. Sigur vannst svo gegn slöku liði Minnesota Timberwolves en síðan hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð. Meistararnir réðu ekkert við Brooklyn Nets, töpuðu svo með tveggja stiga mun gegn Miami Heat og síðan í framlengdum leik gegn Washington Wizards. Að lokum áttu þeir ekki mögulega gegn Utah Jazz í fyrrinótt. Það er vægast sagt leikið þétt í NBA-deildinni þessa dagana og eftir að hafa spilað 33 leiki hafa leikmenn Lakers aðeins tekið þátt í kringum tíu æfingum saman. Það er því lítill tími til að slípa hópinn saman en það á við öll lið deildarinnar og því ekki hægt að nota það sem afsökun. Lakers mæta Portland þann 26. febrúar og Golden Sate tveimur dögum síðar. Stóra spurningin er því hvort lægðin haldi áfram eða LeBron James rífi félaga sína upp og keyri tímabilið af stað á nýjan leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira