Barnalega bjartsýn Vala Rún Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:31 Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar