NBA dagsins: Nikola Jokic komst í fámennan hóp með Wilt Chamberlain Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 15:00 Nikola Jokic er búinn að bæta sig mikið og er að spila frábærlega með liði Denver Nuggets á þessu tímabili. Getty/Will Newton Það er orðið ljóst að Nikola Jokic, miðherji Denver Nuggets, ætlar að gera tilkall til þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar í ár. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira