Botnvörpuveiðar taldar losa jafnmikið og flugsamgöngur Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 15:09 Togarar í höfn. Fiskveiðar við Ísland fara að miklu leyti fram með botnvörpu. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Allt að milljarður tonna af koltvísýringi losnar út í höf jarðar vegna botnvörpuveiða á ári, meira en losnar frá samgöngum út í loftið. Þetta er á meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar á hvernig þjóðir geta barist gegn loftslagsbreytingum og hruni vistkerfa hafsins. Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt. Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Lengi hefur verið vitað að veiðar með botnvörpu valda miklum skaða á lífríki hafsbotnsins. Í rannsókninni sem birtist í vísindaritinu Nature í gær er hins vegar reiknað í fyrsta skipti hversu miklu kolefni botnvörpuveiðar þyrla upp úr setlögum á hafsbotninum. Setlögin eru einn stærsti kolefnissvelgur jarðarinnar. Þau gætu órsökuð bundið kolefnis þar í tugi þúsunda ára, að sögn New York Times. Kolefnislosunin frá hafsbotninum hefur ekki bein áhrif á hlýnun við yfirborð jarðar eins og útblástur á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Þess í stað eykur hún á súrnun sjávar og ógnar þannig lífríki sjávar. Ákveðnar kalkmyndandi sjávarlífverur eins og kórallar, áta, þörungar, skeldýr og lirfur ýmissa sjávardýra eru afar viðkvæmar fyrir smávægilegum breytingum í sýrustigi hafsins. Höf jarðar hafa þegar tekið við um 20-30 prósentum þess kolefnis sem menn hafa losað út í lofthjúp jarðar frá 9. áratugnum og um 90 prósentum umframhlýnunar vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti: kolum, olíu og jarðgasi. Þannig hefur hafið takmarkað þá hlýnun sem hefur orðið við yfirborð jarðar. Losun kolefnis úr hafsbotninum út í hafið dregur aftur á móti úr getu þess til að taka við kolefni úr lofti. Kínverjar, Rússar, Ítalir, Bretar og Danir eru stórtækustu þjóðirnar í botnvörpuveiðum í heiminum. Veiðar við strendur Íslands fara einnig að mestu leyti fram með botnvörpu. Ákveðin svæði hafa þó verið friðuð til að venda viðkvæmt lífríki eins og kóralla og svampa. Niðurstöður útreikninganna á kolefnisfótspori botnvörpuveiða kom vísindamönnunum verulega á óvart. Trisha Atwood, hafvistfræðingur við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum og einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, líkir togaraveiðum við það að ryðja skóg fyrir landbúnað í viðtali við New York Times. „Þetta þurrkar út líffræðilegan fjölbreytileika, þetta þurrkar út fyrirbæri eins og djúpsjávarkóralla sem taka hundruð ára að vaxa,“ segir Atwood. Nú séu einnig vísbendingar um að veiðarnar losi gríðarlegt magn af koltvísýringi. Atwood og fleiri rannsaka nú hvort að koltvísýringur af hafsbotni endi að lokum úti í lofthjúpnum. Frumniðurstöður benda til þess að mikill hluti hans geri það. Uppfært 19.3.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að höfin hefðu tekið við 90% af kolefni sem menn hafa losað frá upphafi iðnbyltingarinnar. Það rétta er að höfin hafa tekið við um 90% þeirrar umframhlýnunar sem hefur orðið vegna gróðurhúsaáhrifa þess kolefnis sem menn hafa brennt.
Loftslagsmál Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira