Af útbrunnum læknum, morðum og martröðum Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 19. mars 2021 10:01 Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021. Ég fagna því að vöxtur og uppbygging geti átt sér stað utan Reykjavíkur og ég fagna nýjum íbúum á öllum þessum vaxandi svæðum. En núna er það svo að á öllum þessum stöðum eru Heilbrigðisstofnanir. Heilbriðgðisstofnanir þessara fjögurra vaxandi svæða á landsbyggðinni hafa verið fjársveltar í um 20 ár. Þeir læknar sem eru svo hugrakkir að standa enn vaktina, eiga á hættu að brenna út. Það skortir fjármagn, starfsfólk og nýjar byggingar. Fjárveitingar til Heilbrigðisstofnana úti á landi endurspegla ekki vaxandi íbúafjölda. Árborg er að verða eins og Akureyri og mun sjálfsagt stækka þangað til hún verður stærri en Akureyri. En fáum við okkar eigin sjúkrahús með skurðstofum og öllu? Fáum við okkar Háskóla? Aukast allar fjárveitingar í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Fær líka skólakerfið, grunnskólarnir og tónlistarskólarnir á hverjum stað það aukna fjármagn sem þeir þurfa? Við þessar aðstæður þegar fjöldi íbúa og álag bara vex, en stöðugildum fækkar eða þau standa í stað, skapast veruleg hætta á því að læknamistök valdi hreinlega dauðsföllum. Því miður hefur slíkt þegar komið á daginn. Það hafa orðið dauðsföll vegna mistaka. Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka. Ég vil þakka því starfsfólki Heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni sem hefur ekki enn gefist upp. Þið eruð hetjur og ástandið er ekki ykkur að kenna. Ég veit að þið eruð öll að gera ykkar allra, allra besta við afar erfiðar aðstæður. Höfundur er húsmóðir á Selfossi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar