Umfjöllun: Valur - Haukar 28-32 | Haukar sýndu mátt sinn Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2021 19:59 Adam Haukur Baumruk var í stóru hlutverki hjá Haukum í kvöld. vísir/vilhelm Haukar eru nú með 25 stig á toppi Olís-deildarinnar, átta stigum á undan Vals sem er í 4. sæti. Haukar hafa sex stiga forskot á FH sem á leik til góða við Selfoss í kvöld. Haukar máttu prísa sig sæla að fara inn til búningsklefa með jafna stöðu í hálfleik, 17-17, en í seinni hálfleiknum sýndu þeir mátt sinn og megin. Þeir þurftu alls engan toppleik til að vinna Val og þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni er ekki annað að sjá en að Haukar landi deildarmeistaratitlinum og fari í toppmálum inn í úrslitakeppnina. Valsmenn hófu leikinn í kvöld reyndar af miklum krafti, og þá sérstaklega Martin Nagy í markinu. Valur nýtti sér góða markvörslu hans til að skora auðveld mörk og náði fljótt fjögurra marka forystu. Félagi Nagys, Einar Baldvin Baldvinsson, var einmitt í lykilhlutverki þegar Val tókst að vinna Hauka fyrr í vetur og sagan virtist ætla að endurtaka sig í kvöld, nema með Nagy í stað Einars að þessu sinni. Á meðan varði Björgvin Páll Gústavsson lítið sem ekkert á sínum verðandi heimavelli, og Valsmenn komust meðal annars í 9-5 og 11-7. Andri Sigmarsson Scheving kom svo inn í markið hjá Haukum og náði að verja nokkur skot, og smám saman minnkuðu Haukar muninn. Þeir fengu raunar tækifæri til að komast yfir rétt áður en fyrri hálfleik lauk en staðan að honum loknum var 17-17. Strax í upphafi seinni hálfleiks tóku Haukar frumkvæðið og létu það aldrei af hendi. Þeir léku sóknarleikinn af meiri skynsemi og fengu ekki ódýr mörk í bakið, og vörðust vel. Valsmenn tóku leikhlé þegar tíu mínútur voru eftir, 26-23 undir, og brugðu meðal annars á það ráð að bæta við aukasóknarmanni. Það virkaði ekki og Haukar gerðu fljótlega út um leikinn. Haukar töpuðu með þremur mörkum gegn Val fyrr í vetur og eru því með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna, auk þess að vera nú átta stigum ofar. Það má því allt eins útiloka að Haukar endi fyrir neðan Val í deildinni. Af hverju unnu Haukar? Haukar eru með breiðan og besta leikmannahóp landsins. Þeir geta unnið svona leiki þó að 2-3 leikmenn nái sér ekki á strik. Þeir voru ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en hleyptu Val aldrei of langt fram úr sér og virtust svo hafa öll tök á leiknum í seinni hálfleik eftir að þeir fengu smámarkvörslu. Valsmenn söknuðu greinilega Magnúsar Óla Magnússonar þegar leið á seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Adam Haukur Baumruk sparaði ekki kraftinn í kvöld og nýtti skotin sín frábærlega. Haukar virtust alltaf geta fundið Heimi Óla eða Þráinn Orra inni á línunni og Þráinn skoraði úr öllum fjórum skotum sínum. Hjá Val var Martin Nagy mjög öflugur, sérstaklega framan af. Hvað gekk illa? Valsmenn virtust ekki hafa líkamlega burði til að stöðva línuspil Hauka og fengu að sama skapi varla mark af línunni sjálfir. Örvhentu skytturnar í liðunum, Agnar Smári og Geir Guðmunds, vönduðu skotin sín illa. Hvað gerist næst? Einu töp Hauka í vetur hafa verið gegn Val og KA. Haukar fá KA í heimsókn á fimmtudaginn og freista þess að hefna fyrir tapið gegn KA-mönnum á Akureyri í febrúar. Valsmenn mæta hinu Akureyrarliðinu, Þór, norðan heiða sama kvöld. Olís-deild karla Valur Haukar
Haukar eru nú með 25 stig á toppi Olís-deildarinnar, átta stigum á undan Vals sem er í 4. sæti. Haukar hafa sex stiga forskot á FH sem á leik til góða við Selfoss í kvöld. Haukar máttu prísa sig sæla að fara inn til búningsklefa með jafna stöðu í hálfleik, 17-17, en í seinni hálfleiknum sýndu þeir mátt sinn og megin. Þeir þurftu alls engan toppleik til að vinna Val og þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni er ekki annað að sjá en að Haukar landi deildarmeistaratitlinum og fari í toppmálum inn í úrslitakeppnina. Valsmenn hófu leikinn í kvöld reyndar af miklum krafti, og þá sérstaklega Martin Nagy í markinu. Valur nýtti sér góða markvörslu hans til að skora auðveld mörk og náði fljótt fjögurra marka forystu. Félagi Nagys, Einar Baldvin Baldvinsson, var einmitt í lykilhlutverki þegar Val tókst að vinna Hauka fyrr í vetur og sagan virtist ætla að endurtaka sig í kvöld, nema með Nagy í stað Einars að þessu sinni. Á meðan varði Björgvin Páll Gústavsson lítið sem ekkert á sínum verðandi heimavelli, og Valsmenn komust meðal annars í 9-5 og 11-7. Andri Sigmarsson Scheving kom svo inn í markið hjá Haukum og náði að verja nokkur skot, og smám saman minnkuðu Haukar muninn. Þeir fengu raunar tækifæri til að komast yfir rétt áður en fyrri hálfleik lauk en staðan að honum loknum var 17-17. Strax í upphafi seinni hálfleiks tóku Haukar frumkvæðið og létu það aldrei af hendi. Þeir léku sóknarleikinn af meiri skynsemi og fengu ekki ódýr mörk í bakið, og vörðust vel. Valsmenn tóku leikhlé þegar tíu mínútur voru eftir, 26-23 undir, og brugðu meðal annars á það ráð að bæta við aukasóknarmanni. Það virkaði ekki og Haukar gerðu fljótlega út um leikinn. Haukar töpuðu með þremur mörkum gegn Val fyrr í vetur og eru því með betri innbyrðis úrslit úr leikjum liðanna, auk þess að vera nú átta stigum ofar. Það má því allt eins útiloka að Haukar endi fyrir neðan Val í deildinni. Af hverju unnu Haukar? Haukar eru með breiðan og besta leikmannahóp landsins. Þeir geta unnið svona leiki þó að 2-3 leikmenn nái sér ekki á strik. Þeir voru ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en hleyptu Val aldrei of langt fram úr sér og virtust svo hafa öll tök á leiknum í seinni hálfleik eftir að þeir fengu smámarkvörslu. Valsmenn söknuðu greinilega Magnúsar Óla Magnússonar þegar leið á seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Adam Haukur Baumruk sparaði ekki kraftinn í kvöld og nýtti skotin sín frábærlega. Haukar virtust alltaf geta fundið Heimi Óla eða Þráinn Orra inni á línunni og Þráinn skoraði úr öllum fjórum skotum sínum. Hjá Val var Martin Nagy mjög öflugur, sérstaklega framan af. Hvað gekk illa? Valsmenn virtust ekki hafa líkamlega burði til að stöðva línuspil Hauka og fengu að sama skapi varla mark af línunni sjálfir. Örvhentu skytturnar í liðunum, Agnar Smári og Geir Guðmunds, vönduðu skotin sín illa. Hvað gerist næst? Einu töp Hauka í vetur hafa verið gegn Val og KA. Haukar fá KA í heimsókn á fimmtudaginn og freista þess að hefna fyrir tapið gegn KA-mönnum á Akureyri í febrúar. Valsmenn mæta hinu Akureyrarliðinu, Þór, norðan heiða sama kvöld.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti