Fjölskyldan fari saman í sumarfrí Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. mars 2021 11:31 Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Skráningu í sumarleikskóla Reykjavíkur lýkur föstudaginn 26. mars. Líkt og undanfarin ár geta foreldrar leikskólabarna í Reykjavík valið hvenær fjölskyldan tekur sumarfríið sitt saman, með sumaropnun eins leikskóla í hverju hverfi borgarinnar. Eins og fram kom í nýlegri viðhorfskönnun meðal foreldra, eru 97% þeirra mjög eða frekar ánægðir með framkvæmd sumarleikskóla undanfarin tvö ár. Fjölskyldan fari saman í frí Almennt þarf sumarorlof að dreifast yfir alla sumarmánuðina. Það getur því skapað heilabrot fyrir fjölskyldur að þurfa skipuleggja sig í kringum lokun leikskóla í júlí. Það er því að mínu mati mikið jafnréttismál að geta valið hvenær farið er í sumarfrí með börnin sín og því eru sumarleikskólarnir mikið framfaraskref. Margir foreldrar geta tekið sumarorlof í júlí og velja að vera í leyfi á meðan leikskólinn er lokaður. Júlí er enda vinsælasti sumarleyfismánuðurinn. En það eru ekki allir foreldrar sem geta skipulagt sig þannig. Þeir þyrftu því að leggjast yfir flókið púsluspil til að tryggja barninu sínu örugga vistun þar til foreldrarnir komast í frí, ef ekki væri fyrir sumarleikskóla. Það eru ekki allir foreldrar með sterkt bakland til að leita til, afa og ömmur eða skyldfólk sem er tilbúið til að passa krílin. Opnun sumarleikskóla var eitt af fjölmörgum stefnumála Viðreisnar sem samþykkt voru í meirihlutasáttmála 2018. Viðtökurnar við þessari auknu þjónustu hafa verið mjög góðar. Við vitum að það eru ekki allir foreldrar í sömu aðstæðum og það er mikilvægt að mæta mismunandi þörfum borgarbúa með því að gefa þeim val - frelsi til að skipuleggja sumarfríið á sínum forsendum. Sex sumarleikskólar Alls verða sex leikskólar opnir í allt sumar, einn í hverju hverfi borgarinnar. Foreldrar barna sem eru ekki í einum af þessum sex leikskólum geta óskað eftir því að börnin flytjist yfir í sumarleikskóla á meðan þeirra skóli er lokaður. Starfsmenn frá leikskóla barnanna flytjast einnig yfir á sumarleikskólann. Þeir leikskólar sem verða opnir í allt sumar eru: Bakkaborg í Breiðholti Drafnarsteinn í Vesturbæ Engjaborg í Grafarvogi Langholt í Laugardal/Háaleiti Maríuborg í Árbæ/Grafarholti og Stakkaborg í Miðborg/Hlíðum Öll leikskólabörn í Reykjavík þurfa að taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Í sérhverjum leikskóla, utan þeirra sex sem verða opnir í allt sumar, er sumarlokun ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Skráning í sumarleikskóla fer fram í öllum leikskólum borgarinnar. Njótum sumarleyfisins með fjölskyldunni þegar við viljum fara í sumarleyfi. Sumarleyfið þarf ekki að stýrast af því hvenær leikskólinn fer í frí. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar