Sleggjan á sóttkvíarhótelinu Halldóra Mogensen skrifar 8. apríl 2021 14:32 Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Það má segja að við Íslendingar höfum fengið hraðkúrs í slíkum vangaveltum á síðustu dögum í tengslum við hin margumtöluðu sóttkvíarhótel. Hugmyndin var að þau sem kæmu til landsins frá ákveðnum löndum, hvort sem það eru útlenskir ferðamenn eða íslenskar barnafjölskyldur, skyldu lokuð inni á hótelherbergi í fimm daga án útiveru. Þannig megi tryggja að kórónuveiran berist ekki út í samfélagið. Nauðsynlegt eða yfirdrifið? Skiptar skoðanir eru hins vegar um úrræðið. Einhver telja það nauðsynlegt í baráttunni við veiruna á meðan önnur segja það ganga of langt. Verið sé að frelsissvipta fólk fyrir það eitt að hafa farið í flugvél, á þeim forsendum að annað fólk hafi svikist undan sóttkví í fortíðinni. Sem sagt að einhver svindli = engum er treyst. Svo er það jafnræðisreglan, sem segir að við að séum öll jöfn fyrir lögunum. Er eðlilegt að sum, sem eru búsett hér og hafa verið útsett fyrir smiti, megi afplána sóttkví heima hjá sér á meðan önnur í sömu stöðu skulu læst inni á hóteli og rukkuð fyrir sóttkvína? Er það sanngjarnt? Myndu slíkar reglur halda fyrir dómstólum? Á upplýsingafundi í dag kom fram að markmið sóttvarnaaðgerða hafi breyst. Nú sé ekki lengur ætlunin að „fletja kúrfuna“ og hlífa heilbrigðiskerfinu heldur að Ísland verði veirufrítt. Það hljómar eins og veruleg stefnubreyting sem hefur átt sér stað án lýðræðislegrar umræðu. Þetta nýja markmið varpar mögulega ljósi á það hvers vegna yfirvöld gripu til jafn afdrifaríks ráðs og frelsissviptingar, sem reyndist síðan vera ólögleg. Heilbrigðisráðherra segist núna vera að horfa til annarra úrræða í þessum efnum, en hvað er í boði? Þarf ráðherra að velja aðra sleggju? Aðrar leiðir eru mögulegar Ýmsum öðrum möguleikum í stöðunni hefur verið velt upp. Sóttvarnalæknir gerði það sjálfur á upplýsingafundi í dag og sagði að margt mætti gera í tengslum við aðgerðir á landamærunum. Stórauknar, tekjutengdar sektir við brotum gegn sóttkví gætu t.d. haft fælingarmátt, bæta mætti upplýsingagjöf og nú er rætt um handahófskennt eftirlit með þeim sem eru í sóttkví heima hjá sér. Ætla má að hættan á slíkri heimsókn hefði fælingarmátt, sérstaklega í samfloti með sektum sem bíta og heimild fyrir lögreglu til að þvinga brotlega í sóttvarnahús. Þessi leið myndi auðvitað kosta það að stjórnvöld þyrftu að hætta að vanfjármagna lögregluna svo hún geti ráðið mannskap í eftirlit - og ekki vantar atvinnuleitendur. Allt eru þetta vægari úrræði en fimm daga frelsissvipting á sóttkvíarhóteli og vel má ímynda sér enn fleiri útfærslur. Ef stjórnvöld myndu hlaupa til og leggja fram lagabreytingu um sóttkvíarhótel þyrftu þau að sýna fram á að ómögulegt sé að ná markmiðinu um örugga sóttkví með öðrum hætti en þvingaðri hótelvist. Píratar myndu velja opið samtal um markmið sóttvarnaraðgerða, kosti og galla hinna ýmsu aðgerða til að ná tilsettu markmiði og gagnsæi í ákvarðanatökunni, slíkt er í anda grunnstefnu Pírata. Þannig tryggjum við upplýsta ákvörðun og aukum líkur á sátt um niðurstöðuna. Það er því ekkert vit í leyndarhyggju stjórnvalda um sóttkvíarhótelin og kröfunni um að banna almenningi að sjá gögnin sem ákvörðunin grundvallaðist á. Áminning við erfiðar aðstæður Þessi skrif eru ekki svar við ákallinu um að stjórnvöld „geri það sem þarf“ í baráttu við veiruna. Þetta er áminning um þá skyldu sem hvílir á stjórnvöldum að gera aðeins það sem þarf til að ná markmiðinu. Skerða ekki stjórnarskrárbundin mannréttindi fólks ef hægt er að komast hjá því. Ganga ekki lengra en nauðsyn krefur til að ná árangrinum sem við viljum, það er hið margumtalaða meðalhóf. Að fullreyna vægari úrræði áður en gripið er til þeirra hörðustu sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður viljum við búa í réttarríki sem virðir mannréttindi fólks. Í miðjum faraldri sem ógnar heilsu fólks er auðvelt að missa sjónar á því, en það er líka auðvelt að segjast standa með mannréttindum þegar reynir ekki á þau. Það er einmitt á erfiðum tímum sem reynir á mannréttindin, einmitt þá sem þeim er ætlað að setja valdinu mörk. Það þýðir þó ekki að heilsa og öryggi almennings séu andstæða réttarríkisins og réttinda. Þvert á móti eiga stjórnmálin stöðugt að leitast við að samtvinna þetta allt, en ekki sjálfkrafa velja sleggjuna þegar við gætum átt hamar í töskunni. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nær undantekningarlaust eru margar leiðir að sama markmiðinu, en það að aðferð nái settu markmiði gerir hana ekki sjálfkrafa æskilega. Þannig mætti alveg nota sleggju til að festa nagla, en hætta er á að skemma ekki bara naglann heldur einnig vegginn í leiðinni. Það má segja að við Íslendingar höfum fengið hraðkúrs í slíkum vangaveltum á síðustu dögum í tengslum við hin margumtöluðu sóttkvíarhótel. Hugmyndin var að þau sem kæmu til landsins frá ákveðnum löndum, hvort sem það eru útlenskir ferðamenn eða íslenskar barnafjölskyldur, skyldu lokuð inni á hótelherbergi í fimm daga án útiveru. Þannig megi tryggja að kórónuveiran berist ekki út í samfélagið. Nauðsynlegt eða yfirdrifið? Skiptar skoðanir eru hins vegar um úrræðið. Einhver telja það nauðsynlegt í baráttunni við veiruna á meðan önnur segja það ganga of langt. Verið sé að frelsissvipta fólk fyrir það eitt að hafa farið í flugvél, á þeim forsendum að annað fólk hafi svikist undan sóttkví í fortíðinni. Sem sagt að einhver svindli = engum er treyst. Svo er það jafnræðisreglan, sem segir að við að séum öll jöfn fyrir lögunum. Er eðlilegt að sum, sem eru búsett hér og hafa verið útsett fyrir smiti, megi afplána sóttkví heima hjá sér á meðan önnur í sömu stöðu skulu læst inni á hóteli og rukkuð fyrir sóttkvína? Er það sanngjarnt? Myndu slíkar reglur halda fyrir dómstólum? Á upplýsingafundi í dag kom fram að markmið sóttvarnaaðgerða hafi breyst. Nú sé ekki lengur ætlunin að „fletja kúrfuna“ og hlífa heilbrigðiskerfinu heldur að Ísland verði veirufrítt. Það hljómar eins og veruleg stefnubreyting sem hefur átt sér stað án lýðræðislegrar umræðu. Þetta nýja markmið varpar mögulega ljósi á það hvers vegna yfirvöld gripu til jafn afdrifaríks ráðs og frelsissviptingar, sem reyndist síðan vera ólögleg. Heilbrigðisráðherra segist núna vera að horfa til annarra úrræða í þessum efnum, en hvað er í boði? Þarf ráðherra að velja aðra sleggju? Aðrar leiðir eru mögulegar Ýmsum öðrum möguleikum í stöðunni hefur verið velt upp. Sóttvarnalæknir gerði það sjálfur á upplýsingafundi í dag og sagði að margt mætti gera í tengslum við aðgerðir á landamærunum. Stórauknar, tekjutengdar sektir við brotum gegn sóttkví gætu t.d. haft fælingarmátt, bæta mætti upplýsingagjöf og nú er rætt um handahófskennt eftirlit með þeim sem eru í sóttkví heima hjá sér. Ætla má að hættan á slíkri heimsókn hefði fælingarmátt, sérstaklega í samfloti með sektum sem bíta og heimild fyrir lögreglu til að þvinga brotlega í sóttvarnahús. Þessi leið myndi auðvitað kosta það að stjórnvöld þyrftu að hætta að vanfjármagna lögregluna svo hún geti ráðið mannskap í eftirlit - og ekki vantar atvinnuleitendur. Allt eru þetta vægari úrræði en fimm daga frelsissvipting á sóttkvíarhóteli og vel má ímynda sér enn fleiri útfærslur. Ef stjórnvöld myndu hlaupa til og leggja fram lagabreytingu um sóttkvíarhótel þyrftu þau að sýna fram á að ómögulegt sé að ná markmiðinu um örugga sóttkví með öðrum hætti en þvingaðri hótelvist. Píratar myndu velja opið samtal um markmið sóttvarnaraðgerða, kosti og galla hinna ýmsu aðgerða til að ná tilsettu markmiði og gagnsæi í ákvarðanatökunni, slíkt er í anda grunnstefnu Pírata. Þannig tryggjum við upplýsta ákvörðun og aukum líkur á sátt um niðurstöðuna. Það er því ekkert vit í leyndarhyggju stjórnvalda um sóttkvíarhótelin og kröfunni um að banna almenningi að sjá gögnin sem ákvörðunin grundvallaðist á. Áminning við erfiðar aðstæður Þessi skrif eru ekki svar við ákallinu um að stjórnvöld „geri það sem þarf“ í baráttu við veiruna. Þetta er áminning um þá skyldu sem hvílir á stjórnvöldum að gera aðeins það sem þarf til að ná markmiðinu. Skerða ekki stjórnarskrárbundin mannréttindi fólks ef hægt er að komast hjá því. Ganga ekki lengra en nauðsyn krefur til að ná árangrinum sem við viljum, það er hið margumtalaða meðalhóf. Að fullreyna vægari úrræði áður en gripið er til þeirra hörðustu sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður viljum við búa í réttarríki sem virðir mannréttindi fólks. Í miðjum faraldri sem ógnar heilsu fólks er auðvelt að missa sjónar á því, en það er líka auðvelt að segjast standa með mannréttindum þegar reynir ekki á þau. Það er einmitt á erfiðum tímum sem reynir á mannréttindin, einmitt þá sem þeim er ætlað að setja valdinu mörk. Það þýðir þó ekki að heilsa og öryggi almennings séu andstæða réttarríkisins og réttinda. Þvert á móti eiga stjórnmálin stöðugt að leitast við að samtvinna þetta allt, en ekki sjálfkrafa velja sleggjuna þegar við gætum átt hamar í töskunni. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar