Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Una Hildardóttir skrifar 14. apríl 2021 13:01 Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun