Ég skal falla á kné og grátbiðja um endurmat Sigmar Vilhjálmsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í dag, 15. apríl tók gildi kærkomin tilslökun á sóttvörnum í ljósi árangursins sem náðst hefur. En það er eins og veitingastaðir hafi gleymst. Þrátt fyrir að tvöföldun í samkomutakmörkunum almennt þá eru veitingastaðir skyldir eftir, enn eina ferðina. Veitingastaðir sem hafa staðið sig gríðarlega vel í COVID frá upphafi. Hafa staðið vörð um fjöldatakmarkanir, tryggt 2 metra regluna og kostað heilmiklu til í að tryggja sóttvarnir viðskiptavina. Veitingastaðir eru svo sannarlega ekki hættulegir. Veitingastaðir eru þar sem fjölskyldur gera sér glaðan dag og eiga samverustund, brjóta upp daginn og njóta veitinga. Veitingastaðir eru samviskusamlega að skrá niður alla viðskiptavini, tryggja tvo metra á milli, hólfaskipt salerni, snertilausar pantanir og greiðslur með hólfa skipt rými. Óháð stærð og fermetrum er öllum skammtað 20 manns í hólf. Það er ekki hættulegra að sitja í 2 metra fjarlægð á veitingastað en í leikhúsi, tónleikum eða í matvöruverslun. Eða er það? Hver er rökstuðningurinn fyrir því? Það er ekki eins og rekja megi mörg smit til veitingastaða, fyrir utan það tilvik þar sem ferðamenn brutu sóttkví og rekja mátti ferðir þeirra á krá. Tilfellin hafa ekki verið minni í leikhúsi og hvað þá sjálfu Landakoti. Undirritaður hefur barist við að halda rekstri veitingastaða gangandi nú í 13 mánuði, án þess að segja upp starfsfólki. Kostnaðurinn hefur fallið á fyrirtækið og eigendur. En við höfum ávallt litið svo á að það sé okkar skylda að standa vörð um starfsmenn okkar og leggja okkar af mörkum að gera gott úr því sem við höfum úr að spila. Munurinn rekstrarlega á því að taka á móti 20 manns eða 50 manns er gríðarlega mikill og skilaði sér strax í febrúar sl. Það að hækka ekki þessa takmörkun núna aftur er mér fyrirmunað að skilja. Ekki nema að það hafi bara gleymst. Ég vona að það sé raunin og að hægt sé að leiðrétta það. Þó að veitingastaður sé með 50 manna takmörkun, þá gildir ennþá 2 metra reglan og persónubundnar sóttvarnir. Staðir sem ekki geta tryggt 2 metra á milli borða tekur þá á móti færri gestum. En það að setja hömlur á 1000-2000 fermetra veitingastað og miða við 20 manns í hólfi þar sem auðveldlega er hægt að tryggja 2 metra bil á milli 50 einstaklinga í hólfi er erfitt að skilja. Rekstrarforsendur 2000 fermetra staða er allt önnur en 80 fermetra staða. Bæði hvað varðar starfsmannafjölda og húsaleigu. Það sjá og skilja það allir. Hvernig er hægt að setja sömu takmarkanir á slíka staði? Undirritaður er reiðubúinn til að falla á kné og grátbiðja um endurmat á þessum fjöldatakmörkunum. Næstu þrjár vikur eru langur tími eftir þá þrettán mánuði sem við höfum búið við erfiðustu mögulegu rekstraraðstæður sem hugsast getur. Kæra Svandís og kæri Þórólfur, getið þið gefið ykkur smá tíma í að útfæra þessa reglu ögn nánar til þess að við getum lifað þetta af, haldið fólkinu okkar í vinnu og ekki síst tekið þátt í að gera hversdagsleikann ögn gleðilegri fyrir fólkið í landinu sem hefur svo sannarlega staðið sig vel í þessum faraldri. Gerum þetta vel og gerum þetta saman. Höfundur er veitingamaður.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun