Kominn með 29 þriggja stiga körfur í síðustu þremur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 13:00 Þessir tveir áttu mjög góðan leik er Golden State Warriors vann stórsigur í nótt. Stephen Curry [t.v.] skoraði 42 stig á meðan Draymond Green var með tvöfalda þrennu. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry hefur verið nær óstöðvandi í liði Golden State Warriors undanfarna þrjá leiki í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur skorað 133 stig á þeim tíma, þar af hafa 87 komið eftir þriggja stiga skot. Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Alls hefur Curry því sett niður 29 þriggja stiga körfur. Warriors eru á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í hörku baráttu við Memphis Grizzlies um 8. sæti Vesturdeildarinnar en átta lið fara í úrslitakeppnina. Sem stendur hefur Memphis unnið 27 leiki og tapað 26 á meðan Golden State hefur unnið 27 og tapað 28. Það er deginum ljósara að ef liðið kemst í úrslitakeppnina verður það allt Curry að þakka. Hann varð á dögunum stigahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur ekki látið staðar numið þar. Hann fór enn og aftur mikinn í nótt er Warriors pökkuðu Oklahoma City Thunder saman, lokatölur 147-109. Ásamt því að skora 42 stig gaf Curry átta stoðsendingar og tók sex fráköst. Alls setti þessi magnaði leikmaður 11 þriggja stiga skot niður í leiknum og það sem meira er, hann spilaði aðeins 29 af 48 mínútunum sem voru í boði. Steph Curry dropped 29 3-pointers over his last 3 games, the most over a 3-game span in NBA history 42 Pts, 11-16 3-Pt FG, W 53 Pts, 10-18 3-Pt FG, W 38 Pts, 8-15 3-Pt FG, W pic.twitter.com/rDW5PLj90A— ESPN (@espn) April 15, 2021 Klay Thompson, liðsfélagi Curry á metið yfir flestar þriggja stiga körfur í leik eða 14 talsins. Best á Curry 13 og hefði með fleiri spiluðum mínútum gegn OKC í nótt átt möguleika á að jafna, eða bæta metið. Eftir leikinn var Curry spurður út í metið. Hann sagði að sjálfsögðu væri það markmiðið, hann vildi fá metið sitt aftur. Miðað við hversu vel hefur gengið hjá Curry undanfarið væri fráleitt að veðja gegn því að metið verði hans á nýjan leik innan tíðar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Doncic hetjan á ögurstundu, Curry frábær og 76ers vann uppgjör toppliðanna Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Af nægu var að taka en mesta spennan var í leik Dallas Mavericks og Memphis Grizzlies þar sem sigurkarfan kom undir lok leiks, lokatölur 114-113. 15. apríl 2021 07:29