Rúv greindi fyrst frá. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudaginn og ku vera mjög veikur. Ekki liggur fyrir hvernig viðkomandi smitaðist en annað starfsfólk leikskólans, einkum þeir sem eru með einkenni, fara í skimun.
Líkt og áður segir eru öll börn og um fimmtán starfsmenn á deildinni Hlíð á Jörfa komin í sóttkví. Unnið er að því að koma upplýsingum til foreldra og starfsfólks og smitrakning stendur yfir.