750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2021 12:36 Flestir vonast eftir sól og sumaryl í Reykavík í sumar eins og annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar. Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar.
Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira