Hvað er harkaleg hagsmunagæsla? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 30. apríl 2021 08:31 Umliðna daga hefur töluvert verið rætt um hagsmunagæslu og sérhagsmunagæslu, ef á þessu tvennu er í reynd einhver munur. Er um það rætt að í samfélaginu séu hópar fólks sem komist upp með óútskýrð myrkraverk, sem virðast til þess fallin að skara eld að köku hópsins – þá væntanlega á kostnað annarra hópa eða jafnvel samfélagsins í heild. Ef rétt er, má hafa af þessu áhyggjur. Í Kastljósi í fyrradag var fjallað um málefnið og var Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur. Þær umræður voru athygliverðar, en ekki sérlega upplýsandi um það hvað felist í meintum myrkraverkum hagsmunahópa. Viðmælandi var þar beðinn um að nefna dæmi um hagsmunahópa. Eina dæmið sem hann treysti sér til nefna og þá væntanlega það allra alvarlegasta, var tengt sjávarútvegi. Sagði hann „ekki hægt annað en að horfa sérstaklega til deilnanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og útgerðarinnar, og deilnanna um auðlindagjaldið.“ Hann sagði það „auðvitað mjög skýrt dæmi um mjög harkalega sérhagsmunabaráttu.“ Ríkir hagsmunir í sjávarútvegi Nú hef ég verið framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka í sjávarútvegi í tæplega 5 ár. Það er ekki langur tími á æviskeiði, en á þessum tíma hafa verið tvennar kosningar til þings, það stefnir í þriðju, erfiðar kjaraviðræður og rúmlega tveggja mánaða verkfall sjómanna, fádæma styrking krónu vegna uppgangs í ferðaþjónustu með tilheyrandi þverrandi samkeppnishæfni í sjávarútvegi, áskoranir tengdar Brexit, ný lög um veiðigjald, alheimskreppa vegna kórónuveiru og nýlega fram komið frumvarp um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hér nefni ég aðeins það helsta, en samhliða þessu hafa svo komið fram ýmis konar hugmyndir sem fela í sér grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það hefur með öðrum orðum mikið gengið á. Í fyrirsvari fyrir SFS hef ég átt mjög mikil – og nær undantekningarlaust – málefnaleg samskipti við ráðherra þriggja ríkisstjórna, þingflokka, þingnefndir, einstaka þingmenn, ráðuneyti og stofnanir ríkisins. Í þeim samskiptum hefur aldrei verið rætt nokkuð tengt sjávarútvegi sem ekki þolir dagsljósið eða opinbera umræðu. Afstöðu samtakanna í einstökum málum geta allir kynnt sér með því að skoða umsagnir samtakanna, greiningar og birtar greinar. Þegar kemur að því sem lýtur að fiskveiðistjórnunarkerfinu eða auðlindagjaldi, þá er grundvallarafstaðan ávallt sú, að í forgrunni sé það að hámarka verðmæti auðlindarinnar, þannig að samfélagið allt njóti ótvírætt ábatans. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur hér á landi og mikilvæg stoð í efnahag landsins. Hagsmunirnir eru því ótvíræðir og miklir, ekki bara fyrir sjávarútveg, heldur fyrir samfélagið allt. Í flóknu gangverki sjávarútvegs þurfa öll tannhjólin að vera virk og vel smurð. Það er því að mörgu að huga í rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem spilar á útivelli í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er heimsmeistaramót alla daga, ef svo má að orði komast. Hámörkun verðmæta af sjávarauðlind Til þess að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í efnahag landsins, er grundvallaratriði að fiskimið verði gjöful, lagaleg umgjörð stöðug og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja gangi vel. Á umliðnum árum má áætla að skattaspor sjávarútvegs hafi verið um 65-70 milljarðar ár hvert. Það munar um minna. Í þessu samhengi má líka geta þess að SFS hafa á umliðnum árum fengið Deloitte til að greina hagræn áhrif þjónustu innlendra iðn- og tæknifyrirtækja við íslenskan sjávarútveg. Beint framlag til VLF sem skapast af þessari þjónustu hefur verið um 19 ma.kr. árlega og beint framlag til hins opinbera hefur verið um 5 ma.kr. árlega. Mælt í formi stöðugilda hefur framlag sjávarútvegs til atvinnusköpunar í iðn- og tæknifyrirtækjum verið talið í yfir 1.500 stöðugildum. Af umræðu má ráða að eina framlag sjávarútvegs til samfélagsins felist í veiðigjaldi – og það ekki nægilega háu. Mörgum virðist þannig hulið hvar verðmæti þjóðar liggur í sjávarútvegi. Sjávarútvegur gerir samfélaginu mest gagn ef fyrirtæki innan hans eru hagkvæm, skilvirk og rekin af ábyrgð. Til að svo megi verða þarf umgjörðin að vera traust. Aðeins með þessum hætti er hægt að tryggja að verðmæti auðlindarinnar verði hámörkuð fyrir þjóðarhag til lengri tíma. Um þessi mikilvægu og jákvæðu áhrif er því miður sjaldan rætt þegar framlag sjávarútvegs til samfélagsins er til umræðu. Það er þetta stef – þessi heildarmynd – sem sífellt þarf að minna á og ef breytingar á kerfinu eða gjaldtöku eru ekki ígrundaðar nægilega vel, þá kunna þessi verðmæti að tapast. Þetta eru þeir hagsmunir sem sjávarútvegur vill verja. Öllum steinum verður að velta Það kann að vera að einhverjum þyki sjávarútvegur ósveigjanlegur þegar umræður skapast um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða aukna gjaldtöku. Eins og áður sagði er gangverkið í sjávarútvegi flókið og huga þarf að öllum tannhjólunum. Mjög mikil og verðmæt þekking er til staðar innan sjávarútvegs og hagsmunasamtaka þeirra um þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar, þannig að verðmæti auðlindarinnar sé hámarkað. Af þeim sökum er það áhyggjuefni, að einhverjum þyki það ljóður á íslensku samfélagi, að við sem best til þekkjum höfum skoðun á fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda eða lögum er lúta að sjávarútvegi. Þrátt fyrir að við Íslendingar eigum framúrskarandi fræðimenn, embættismenn og álitsgjafa ýmis konar, þá eru þeir hinir sömu ekki að þreyta sig á hlaupum inni á vellinum á heimsmeistaramótinu. Þeir hafa þó sannanlega verðmæta þekkingu á ákveðnum þáttum sjávarútvegs, oft fræðilega, og hún er nauðsynleg. Ákvarðanir verða einfaldlega betri þegar öllum steinum er velt við. Þjóðsögur um ósýnilega ógn Þjóðsögur um að þeir sem starfi í tilteknum geirum atvinnulífsins séu með einhvers konar tröll á sínum vegum, sem vinni myrkraverk í skjóli nætur, eru áhyggjuefni. Boðskapur þessara þjóðsagna virðist vera sá, að eina ráðið sé að varpa ljósi á tröllin til þess að þau þagni og verði að steini. Þetta var einmitt tónninn í áðurnefndu viðtali við Gylfa Magnússon í Kastljósi. Með réttu má hafa efasemdir um að svona þjóðsögur séu til þess fallnar að styrkja lýðræðið. Að ala á ósýnilegri ógn er beinlínis skaðlegt lýðræði og samfélagi. Það má treysta því að upplýsingar sem frá SFS koma, eru byggðar á rökum og málefnalegum forsendum. Og þær mega vera öllum kunnar. Við styðjum opið og gagnsætt samtal. Samtökin verja heildarhagsmuni okkar allra af því að hér sé rekinn arðbær sjávarútvegur, sem skilar myndarlega til samfélagsins. Séu einhverjir viðkvæmir fyrir því að þessi rök atvinnugreinarinnar komi fram þegar breytingar í sjávarútvegi eru til umræðu, þá verður varla á annan veg ályktað en að hlutaðeigandi hugmynd um breytingu hafi verið vond frá öndverðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umliðna daga hefur töluvert verið rætt um hagsmunagæslu og sérhagsmunagæslu, ef á þessu tvennu er í reynd einhver munur. Er um það rætt að í samfélaginu séu hópar fólks sem komist upp með óútskýrð myrkraverk, sem virðast til þess fallin að skara eld að köku hópsins – þá væntanlega á kostnað annarra hópa eða jafnvel samfélagsins í heild. Ef rétt er, má hafa af þessu áhyggjur. Í Kastljósi í fyrradag var fjallað um málefnið og var Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og prófessor við Háskóla Íslands, gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur. Þær umræður voru athygliverðar, en ekki sérlega upplýsandi um það hvað felist í meintum myrkraverkum hagsmunahópa. Viðmælandi var þar beðinn um að nefna dæmi um hagsmunahópa. Eina dæmið sem hann treysti sér til nefna og þá væntanlega það allra alvarlegasta, var tengt sjávarútvegi. Sagði hann „ekki hægt annað en að horfa sérstaklega til deilnanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og útgerðarinnar, og deilnanna um auðlindagjaldið.“ Hann sagði það „auðvitað mjög skýrt dæmi um mjög harkalega sérhagsmunabaráttu.“ Ríkir hagsmunir í sjávarútvegi Nú hef ég verið framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka í sjávarútvegi í tæplega 5 ár. Það er ekki langur tími á æviskeiði, en á þessum tíma hafa verið tvennar kosningar til þings, það stefnir í þriðju, erfiðar kjaraviðræður og rúmlega tveggja mánaða verkfall sjómanna, fádæma styrking krónu vegna uppgangs í ferðaþjónustu með tilheyrandi þverrandi samkeppnishæfni í sjávarútvegi, áskoranir tengdar Brexit, ný lög um veiðigjald, alheimskreppa vegna kórónuveiru og nýlega fram komið frumvarp um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hér nefni ég aðeins það helsta, en samhliða þessu hafa svo komið fram ýmis konar hugmyndir sem fela í sér grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það hefur með öðrum orðum mikið gengið á. Í fyrirsvari fyrir SFS hef ég átt mjög mikil – og nær undantekningarlaust – málefnaleg samskipti við ráðherra þriggja ríkisstjórna, þingflokka, þingnefndir, einstaka þingmenn, ráðuneyti og stofnanir ríkisins. Í þeim samskiptum hefur aldrei verið rætt nokkuð tengt sjávarútvegi sem ekki þolir dagsljósið eða opinbera umræðu. Afstöðu samtakanna í einstökum málum geta allir kynnt sér með því að skoða umsagnir samtakanna, greiningar og birtar greinar. Þegar kemur að því sem lýtur að fiskveiðistjórnunarkerfinu eða auðlindagjaldi, þá er grundvallarafstaðan ávallt sú, að í forgrunni sé það að hámarka verðmæti auðlindarinnar, þannig að samfélagið allt njóti ótvírætt ábatans. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur hér á landi og mikilvæg stoð í efnahag landsins. Hagsmunirnir eru því ótvíræðir og miklir, ekki bara fyrir sjávarútveg, heldur fyrir samfélagið allt. Í flóknu gangverki sjávarútvegs þurfa öll tannhjólin að vera virk og vel smurð. Það er því að mörgu að huga í rekstrarumhverfi atvinnugreinar sem spilar á útivelli í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er heimsmeistaramót alla daga, ef svo má að orði komast. Hámörkun verðmæta af sjávarauðlind Til þess að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í efnahag landsins, er grundvallaratriði að fiskimið verði gjöful, lagaleg umgjörð stöðug og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja gangi vel. Á umliðnum árum má áætla að skattaspor sjávarútvegs hafi verið um 65-70 milljarðar ár hvert. Það munar um minna. Í þessu samhengi má líka geta þess að SFS hafa á umliðnum árum fengið Deloitte til að greina hagræn áhrif þjónustu innlendra iðn- og tæknifyrirtækja við íslenskan sjávarútveg. Beint framlag til VLF sem skapast af þessari þjónustu hefur verið um 19 ma.kr. árlega og beint framlag til hins opinbera hefur verið um 5 ma.kr. árlega. Mælt í formi stöðugilda hefur framlag sjávarútvegs til atvinnusköpunar í iðn- og tæknifyrirtækjum verið talið í yfir 1.500 stöðugildum. Af umræðu má ráða að eina framlag sjávarútvegs til samfélagsins felist í veiðigjaldi – og það ekki nægilega háu. Mörgum virðist þannig hulið hvar verðmæti þjóðar liggur í sjávarútvegi. Sjávarútvegur gerir samfélaginu mest gagn ef fyrirtæki innan hans eru hagkvæm, skilvirk og rekin af ábyrgð. Til að svo megi verða þarf umgjörðin að vera traust. Aðeins með þessum hætti er hægt að tryggja að verðmæti auðlindarinnar verði hámörkuð fyrir þjóðarhag til lengri tíma. Um þessi mikilvægu og jákvæðu áhrif er því miður sjaldan rætt þegar framlag sjávarútvegs til samfélagsins er til umræðu. Það er þetta stef – þessi heildarmynd – sem sífellt þarf að minna á og ef breytingar á kerfinu eða gjaldtöku eru ekki ígrundaðar nægilega vel, þá kunna þessi verðmæti að tapast. Þetta eru þeir hagsmunir sem sjávarútvegur vill verja. Öllum steinum verður að velta Það kann að vera að einhverjum þyki sjávarútvegur ósveigjanlegur þegar umræður skapast um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða aukna gjaldtöku. Eins og áður sagði er gangverkið í sjávarútvegi flókið og huga þarf að öllum tannhjólunum. Mjög mikil og verðmæt þekking er til staðar innan sjávarútvegs og hagsmunasamtaka þeirra um þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar, þannig að verðmæti auðlindarinnar sé hámarkað. Af þeim sökum er það áhyggjuefni, að einhverjum þyki það ljóður á íslensku samfélagi, að við sem best til þekkjum höfum skoðun á fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda eða lögum er lúta að sjávarútvegi. Þrátt fyrir að við Íslendingar eigum framúrskarandi fræðimenn, embættismenn og álitsgjafa ýmis konar, þá eru þeir hinir sömu ekki að þreyta sig á hlaupum inni á vellinum á heimsmeistaramótinu. Þeir hafa þó sannanlega verðmæta þekkingu á ákveðnum þáttum sjávarútvegs, oft fræðilega, og hún er nauðsynleg. Ákvarðanir verða einfaldlega betri þegar öllum steinum er velt við. Þjóðsögur um ósýnilega ógn Þjóðsögur um að þeir sem starfi í tilteknum geirum atvinnulífsins séu með einhvers konar tröll á sínum vegum, sem vinni myrkraverk í skjóli nætur, eru áhyggjuefni. Boðskapur þessara þjóðsagna virðist vera sá, að eina ráðið sé að varpa ljósi á tröllin til þess að þau þagni og verði að steini. Þetta var einmitt tónninn í áðurnefndu viðtali við Gylfa Magnússon í Kastljósi. Með réttu má hafa efasemdir um að svona þjóðsögur séu til þess fallnar að styrkja lýðræðið. Að ala á ósýnilegri ógn er beinlínis skaðlegt lýðræði og samfélagi. Það má treysta því að upplýsingar sem frá SFS koma, eru byggðar á rökum og málefnalegum forsendum. Og þær mega vera öllum kunnar. Við styðjum opið og gagnsætt samtal. Samtökin verja heildarhagsmuni okkar allra af því að hér sé rekinn arðbær sjávarútvegur, sem skilar myndarlega til samfélagsins. Séu einhverjir viðkvæmir fyrir því að þessi rök atvinnugreinarinnar komi fram þegar breytingar í sjávarútvegi eru til umræðu, þá verður varla á annan veg ályktað en að hlutaðeigandi hugmynd um breytingu hafi verið vond frá öndverðu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun