Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Þessi flugfélög stefna á áætlunarflug til landsins í sumar og von á fleirum. Ragnar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. Óvenjumargar flugvélar eru væntanlegar til Íslands um helgina, sex á laugardag og níu á sunnudag. Þar á meðal er flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta, sem fljúga mun Covid-bólusettum bandarískum ferðamönnum til landsins. Delta flaug síðast til Íslands haustið 2019. Línur eru farnar að skýrast í flugmálum næstu mánuði. Reiknað er með að tíu til tuttugu flugfélög bjóði upp á áætlunarflug til Íslands í sumar að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Til samanburðar flugu 29 flugfélög hingað til lands þegar mest lét í júlí 2018, fyrir fall Wow air. En hvaða flugfélög eru á leiðinni? Enn er vissulega óvissa á mörkuðum en Icelandair, Lufthansa, Wizz Air og Air Baltic hafa verið með flug síðustu vikur og mánuði - og verða áfram. Þá hefja Delta og Vueling flug um helgina og Play og United Airlines hafa boðað flug í sumar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að flugáætlanir séu farnar að teiknast upp. Talsvert jákvæðari teikn séu nú á lofti en voru fyrir nokkrum vikum. „Og það má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hleypa hingað bólusettum ferðalöngum utan Schengen því nú erum við að sjá verulegan kipp í eftirspurn frá Bandaríkjunum sem við vonum að verði að veruleika á næstu vikum og mánuðum.“ Hún vonar að framundan sé raunverulegt ferðamannasumar - en það velti allt á gangi bólusetninga. „Ef allt fer og gengur eins og við áætlum þá ætti þann 1. júlí að vera nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Óvenjumargar flugvélar eru væntanlegar til Íslands um helgina, sex á laugardag og níu á sunnudag. Þar á meðal er flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta, sem fljúga mun Covid-bólusettum bandarískum ferðamönnum til landsins. Delta flaug síðast til Íslands haustið 2019. Línur eru farnar að skýrast í flugmálum næstu mánuði. Reiknað er með að tíu til tuttugu flugfélög bjóði upp á áætlunarflug til Íslands í sumar að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Til samanburðar flugu 29 flugfélög hingað til lands þegar mest lét í júlí 2018, fyrir fall Wow air. En hvaða flugfélög eru á leiðinni? Enn er vissulega óvissa á mörkuðum en Icelandair, Lufthansa, Wizz Air og Air Baltic hafa verið með flug síðustu vikur og mánuði - og verða áfram. Þá hefja Delta og Vueling flug um helgina og Play og United Airlines hafa boðað flug í sumar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar því að flugáætlanir séu farnar að teiknast upp. Talsvert jákvæðari teikn séu nú á lofti en voru fyrir nokkrum vikum. „Og það má rekja til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hleypa hingað bólusettum ferðalöngum utan Schengen því nú erum við að sjá verulegan kipp í eftirspurn frá Bandaríkjunum sem við vonum að verði að veruleika á næstu vikum og mánuðum.“ Hún vonar að framundan sé raunverulegt ferðamannasumar - en það velti allt á gangi bólusetninga. „Ef allt fer og gengur eins og við áætlum þá ætti þann 1. júlí að vera nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira