Félag atvinnurekenda flaggar röngu tré… enn einu sinni Erna Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2021 15:31 Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda er óþreytandi í ávítum sínum í garð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir að breyta fyrirkomulagi við útboð á tollkvótum landbúnaðarvara frá ESB. Svo langt ganga húskarlar þar á bæ að halda því fram að útboðsgjaldið hafi verið hækkað um síðustu áramót. Þessar sneiðar í garð ráðherrans og löggjafans standast vitaskuld ekki skoðun. Það eru innflytjendur sem sjálfir bjóða í kvótana og þau tilboð eru að hámarki sá hagnaður sem þau hafa af innflutningnum. Einföld markaðshagfræði Hafi tilboðsverð í útboðum á tollkvótum hækkað þýðir það einungis minni hagnað innflytjenda og meiri tekjur í ríkissjóð. Ástæðan er einföld. Svo framalega sem tollkvótarnir ganga út að fullu, sem þeir hafa vissulega gert, verður ekki breyting á framboðnu magni á landinu. Þar með mun verð ekkert breytast (a.m.k. ekki af þessum ástæðum) og verð til neytenda mun ekki hækka. Að baki þessu liggja einföld lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er því ekki enginn fótur fyrir þeirri fullyrðingu talsmanns Félags atvinnurekenda að með breyttu fyrirkomulagi við útboð tollkvóta hafi hagur neytenda verið skertur. Hagnaður innflytjenda af þessum innflutningi hefur á hinn bóginn verið rýrður. Það er auðvitað ástæðan fyrir hamagangi hagsmunasamtaka þeirra. Tekjur ríkissjóðs hafa hins vegar hækkað að sama skapi. Væntanlega kemur það heimilunum í landinu til góða. Árásir Félags atvinnurekenda á fyrirtæki bænda En Félag atvinnurekenda gengur enn lengra þegar það sneiðir sérstaklega að fyrirtækjum bænda í fréttatilkynningu 3. maí sl. þar sem segir: „Þessi lagabreyting ver aðallega kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsöluna fyrir samkeppni, en gerir ekkert til að bæta hag bænda. Hún bitnar hins vegar hart á almennum neytendum.“ (sjá vefútgáfu Mbl. þann 3. maí sl.). Í fyrsta lagi kemur skýrt fram í þessari sömu fréttatilkynningu að útboðsgjald fyrir osta hækkaði aðeins um 1,32% frá fyrra ári þegar almenn verðbólga er 4,6%. Það er nú öll hækkunin sem félagið gerir svo mikið úr. Það sem er þó alvarlegra er að félagið gerir því skóna að hagsmunir bænda og þeirra fyrirtækja sem þeir reka til að markaðssetja afurðir sínar, séu andstæðir. Kjötafurðastöðvar og Mjólkursamsalan sem Félag atvinnurekenda tiltekur sérstaklega eru einfaldlega verkfæri bænda til að koma vinna vörur úr afurðum sínum með hagkvæmum hætti og koma þeim á markað. Án þessara vinnslu- og marksfyrirtækja getur landbúnaður á Íslandi ekki þrifist. Afurðastöðvar tryggja hag bænda og neytenda Það er því óhætt að fullyrða að starfsemi kjötvinnslustöðvanna og mjólkurvinnslustöðvanna er til að tryggja afkomu bænda og stöðugleika í rekstri þeirra og lækka jafnframt framleiðslukostnað og þar með verð til neytenda eins og unnt er. Það eru hreinar rangfærslur að reglur um útboð á tollkvótum og tollar á innfluttar búvörur geri „…ekkert til að bæta hag bænda“, eins og Félag atvinnurekenda fullyrðir í fréttatilkynningunni. Nærtækara væri fyrir félagið að berjast fyrir stöndugum afurðastöðvum í landbúnaði en með þeim hætti væri unnt að tryggja jafnvægi milli hags bænda og neytenda, en ólíklegt er að af því verði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun