Opið bréf til sveitarfélaga um framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifa 11. maí 2021 13:00 Berist til sveitarstjórnar. Samtök grænkera á Íslandi sendu í desember síðastliðnum áskorun til sveitarfélaga landsins varðandi framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Undirtektir við henni voru dræmar og er það miður. Fjöldi grænkera á Íslandi fer sívaxandi, einkum á meðal fólks á barneignaaldri. Það má því ætla að sá hópur barna sem elst upp á grænkerafæði heima við fari hratt stækkandi. Þrátt fyrir þetta er enn erfitt fyrir mörg börn að fá grænkerafæði í leik- og grunnskólum landsins. Margir skólar fara til að mynda fram á læknisvottorð um að börnin þoli ekki dýraafurðir. Sumir foreldrar bregða á það ráð að fá vistun fyrir börn sín fjarri heimili sínu til þess að þau geti fengið grænkerafæði í skólanum. Aðrir foreldrar nesta börn sín alla daga og kallar það á gríðarlegt aukaálag af hálfu foreldra. Aukin eftirspurn eftir grænkerafæði kemur vel fram í tölum Skólamatar ehf. sem þjónustar marga leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1). Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 boðið upp á grænkerarétt samhliða kjötrétti. Til að byrja með voru grænkeraréttir um 5% af heildarmat sem það sendi frá sér en hlutfallið var komið upp í 14% í byrjun árs 2021. Embætti landlæknis gaf nýverið út handbók fyrir grunnskólamötuneyti (2). Handbókin er ætluð þeim sem útbúa mat fyrir nemendur í grunnskólum eða hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði. Þar kemur eftirfarandi fram: „Ef eingöngu er um grænkerafæði (e. vegan) að ræða þýðir það að allar vörur úr dýraríkinu eru útilokaðar, það er að segja kjöt, fiskur, skeldýr, fuglakjöt, egg, mjólk og mjólkurvörur. Skólinn ætti að koma til móts við þarfir barnanna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima eins og kostur er.“ Samtök grænkera á Íslandi telja ólíðandi með öllu að einungis lítill hluti barna á Íslandi hafi val um grænkerarétt í skólum sínum. Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt samhliða kjötrétti í öllum leik- og grunnskólum landsins. F.h. Samtaka grænkera á Íslandi, Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Samtök grænkera á Íslandi standa nú fyrir söfnun á undirskriftum vegna þessa. Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Vegan Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Berist til sveitarstjórnar. Samtök grænkera á Íslandi sendu í desember síðastliðnum áskorun til sveitarfélaga landsins varðandi framboð á grænkerafæði í leik- og grunnskólum. Undirtektir við henni voru dræmar og er það miður. Fjöldi grænkera á Íslandi fer sívaxandi, einkum á meðal fólks á barneignaaldri. Það má því ætla að sá hópur barna sem elst upp á grænkerafæði heima við fari hratt stækkandi. Þrátt fyrir þetta er enn erfitt fyrir mörg börn að fá grænkerafæði í leik- og grunnskólum landsins. Margir skólar fara til að mynda fram á læknisvottorð um að börnin þoli ekki dýraafurðir. Sumir foreldrar bregða á það ráð að fá vistun fyrir börn sín fjarri heimili sínu til þess að þau geti fengið grænkerafæði í skólanum. Aðrir foreldrar nesta börn sín alla daga og kallar það á gríðarlegt aukaálag af hálfu foreldra. Aukin eftirspurn eftir grænkerafæði kemur vel fram í tölum Skólamatar ehf. sem þjónustar marga leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum (1). Fyrirtækið hefur frá árinu 2017 boðið upp á grænkerarétt samhliða kjötrétti. Til að byrja með voru grænkeraréttir um 5% af heildarmat sem það sendi frá sér en hlutfallið var komið upp í 14% í byrjun árs 2021. Embætti landlæknis gaf nýverið út handbók fyrir grunnskólamötuneyti (2). Handbókin er ætluð þeim sem útbúa mat fyrir nemendur í grunnskólum eða hafa áhrif á hvaða matur er þar í boði. Þar kemur eftirfarandi fram: „Ef eingöngu er um grænkerafæði (e. vegan) að ræða þýðir það að allar vörur úr dýraríkinu eru útilokaðar, það er að segja kjöt, fiskur, skeldýr, fuglakjöt, egg, mjólk og mjólkurvörur. Skólinn ætti að koma til móts við þarfir barnanna þannig að þau geti fylgt sömu áherslum í sínu fæði og heima eins og kostur er.“ Samtök grænkera á Íslandi telja ólíðandi með öllu að einungis lítill hluti barna á Íslandi hafi val um grænkerarétt í skólum sínum. Við köllum eftir því að frá og með hausti 2021 verði hægt að velja um grænkerarétt samhliða kjötrétti í öllum leik- og grunnskólum landsins. F.h. Samtaka grænkera á Íslandi, Björk Gunnarsdóttir og Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir Samtök grænkera á Íslandi standa nú fyrir söfnun á undirskriftum vegna þessa. Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur.
Heimildir: Lovísa Arnardóttir. (2021, 9. janúar). Einn af sjö nemendum velur vegan skólamat. Sótt af https://www.frettabladid.is/frettir/einn-af-sjo-nemendum-velur-vegan-skolamat/ Embætti landlæknis. (2020). Handbók fyrir grunnskólamötuneyti (5. útgáfa) [bæklingur]. Reykjavík: Höfundur.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun