Nei, ráðherra Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifa 12. maí 2021 08:00 Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Með hverjum deginum verður erfiðara að vinda ofan af afleiðingum ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að flytja rannsóknir leghálssýna til Danmerkur. Það verður erfiðara hvað varðar tækjabúnað, hvað varðar húsnæði og hvað varðar sérhæft starfsfólk. Í þessu máli hefur skort á samráð við þá aðila sem gátu komið með faglegar ráðleggingar og áttu að koma að málinu innan heilbrigðiskerfisins. Raunar virðist staðan í grunninn vera sú að flestir fagaðilar vildu færa rannsóknirnar á Landspítala en skoðun þeirra var algjörlega hunsuð. Þótt málið sé komið í ógöngur virðast stjórnvöld staðráðin í því að halda óbreyttri stefnu, þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem ætti að leiða til hinnar augljósu niðurstöðu: að bakka með málið. Allir þeir sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd Alþingis áttu það sameiginlegt að lýsa yfir áhyggjum af stöðu skimunar fyrir leghálskrabbameini. Áhyggjurnar snúast meðal annars um tíma, óvissu og óöryggi. Um samskiptaleysi og upplýsingaskort. Sérfræðingarnir hafa með öðrum orðum áhyggjur af heilbrigðisþjónustu sem varðar heilsu og velferð kvenna. Erfitt er að sjá hvernig þessi staða þjónar hagsmunum kvenna sem eiga að geta treyst því að þær njóti tryggrar heilbrigðisþjónustu. Vegna þessarar þungu gagnrýni lagði Viðreisn fram skýrslubeiðni á Alþingi ásamt 21 öðrum þingmanni. Markmiðið var að kynnt yrði skýrsla fyrir þinginu sem væri unnin af óháðum aðila um forsendur að baki þessari stefnu stjórnvalda um grundvallarheilbrigðisþjónustu kvenna og hvaða áhrif þessar breytingar hefðu. Nú þegar ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar fyrr en í blálok þingsins eða jafnvel eftir þinglok er um leið ljóst að nauðsynlegt samtal um málið mun ekki fara fram á Alþingi, fyrr en jafnvel í haust. Konur eiga ekki að gjalda fyrir þessar tafir. Stjórnvöld verða að viðurkenna mistökin og snúa til baka. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundar eru þingmenn Viðreisnar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun