Leyfi í höfn hjá Play og fyrsta flugvélin á leið til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 11:42 Frá vinstri til hægri má sjá Halldór Guðfinnsson, Andra Geir Eyjólfsson og Friðrik Ottesen en þeir tóku við flugvélinni og undirbúa fyrir fyrsta flug. Halldór og Friðrik eru flugstjórar en Andri Geir er forstöðumaður tæknideildar Play. Play Flugfélagið Play hefur fengið flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Fyrsta flugvélin var afhent í Houston Texas í Bandaríkjunum. Náið samstarf við stærsta flugvélaleigusala heims er ætlað að tryggja hagstæð kjör á þremur systurvélum. Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að flugrekstrarlefyið sé í höfn. Undanfarnar vikur hafi flugvirki á vegum Play verið í Houston í Texas að undirbúa nýja flugvél til afhendingar. Fleiri fulltrúar Play bættust í hópinn í vikunni til að taka vélina út fyrir íslenska skráningu sem lauk seint í gærkvöldi. Við flugvélinni tóku Andri Geir Eyjólfsson forstöðumaður tæknideildar, Halldór Guðfinnsson og Friðrik Ottesen flugstjórar en undirbúningur að fyrsta flugi Play, á nýju flugrekstrarleyfi félagsins, er í fullum gangi að sögn Birgis Jónssonar forstjóra. Flugvélin, TF-AEW sem er af gerðinni A321NEO, frá Airbus og árgerð 2018, fer nú í skýli þar sem hún verður máluð í einkennislitum PLAY. Að því loknu kemur vélin heim til Íslands og er þá tilbúin að hefja sig til flugs með farþega Play á fyrstu áfangastaði félagsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play. TF-AEW er fyrst þriggja systurvéla sem Play hefur tryggt sér frá AerCap, stærsta flugvélaleigusala í heimi. Vélar tvö og þrjú eru í innleiðingu og skráningu eins og stendur og koma einnig til landsins á næstu vikum samhliða stækkun leiðakerfis Play. Birgir segir að það sé stjórnendum og stjórn Play mjög ofarlega í huga á þessum tímamótum að þakka frábæru starfsfólki sem hefur undanfarin tvö ár staðið þétt saman í þessu stóra verkefni. „Hér er ótrúlegur andi. Við erum með frábært starfsfólk sem hefur unnið þrekvirki við fordæmalausar aðstæður þar sem unnið er af fagmennsku, gleði og virðingu. Fyrir tilvonandi viðskiptavini PLAY vil ég segja þetta, það er mikil tilhlökkun hjá okkur öllum að taka á móti ykkur um borð í nýlegar og hagkvæmar flugvélar okkar. Við ætlum að bjóða samkeppnishæf verð og einfalt ferðalag en þannig verðum við nauðsynleg viðbót við íslenskan flugmarkað,“ segir Birgir í tilkynningu. Play Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Búast ekki við að anna eftirspurn út 2022 Forsvarsmenn Sony vöruðu nýverið hóp greinenda við því að fyrirtækið myndi ekki anna eftirspurn eftir PlayStation 5 út árið 2022. Vandræðin má bæði rekja til mikillar eftirspurnar og skorts, meðal annars á hálfleiðurum. 10. maí 2021 14:33 Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Fyrsta flug Play áætlað 24. júní? Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. 28. apríl 2021 06:36 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að flugrekstrarlefyið sé í höfn. Undanfarnar vikur hafi flugvirki á vegum Play verið í Houston í Texas að undirbúa nýja flugvél til afhendingar. Fleiri fulltrúar Play bættust í hópinn í vikunni til að taka vélina út fyrir íslenska skráningu sem lauk seint í gærkvöldi. Við flugvélinni tóku Andri Geir Eyjólfsson forstöðumaður tæknideildar, Halldór Guðfinnsson og Friðrik Ottesen flugstjórar en undirbúningur að fyrsta flugi Play, á nýju flugrekstrarleyfi félagsins, er í fullum gangi að sögn Birgis Jónssonar forstjóra. Flugvélin, TF-AEW sem er af gerðinni A321NEO, frá Airbus og árgerð 2018, fer nú í skýli þar sem hún verður máluð í einkennislitum PLAY. Að því loknu kemur vélin heim til Íslands og er þá tilbúin að hefja sig til flugs með farþega Play á fyrstu áfangastaði félagsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play. TF-AEW er fyrst þriggja systurvéla sem Play hefur tryggt sér frá AerCap, stærsta flugvélaleigusala í heimi. Vélar tvö og þrjú eru í innleiðingu og skráningu eins og stendur og koma einnig til landsins á næstu vikum samhliða stækkun leiðakerfis Play. Birgir segir að það sé stjórnendum og stjórn Play mjög ofarlega í huga á þessum tímamótum að þakka frábæru starfsfólki sem hefur undanfarin tvö ár staðið þétt saman í þessu stóra verkefni. „Hér er ótrúlegur andi. Við erum með frábært starfsfólk sem hefur unnið þrekvirki við fordæmalausar aðstæður þar sem unnið er af fagmennsku, gleði og virðingu. Fyrir tilvonandi viðskiptavini PLAY vil ég segja þetta, það er mikil tilhlökkun hjá okkur öllum að taka á móti ykkur um borð í nýlegar og hagkvæmar flugvélar okkar. Við ætlum að bjóða samkeppnishæf verð og einfalt ferðalag en þannig verðum við nauðsynleg viðbót við íslenskan flugmarkað,“ segir Birgir í tilkynningu.
Play Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Búast ekki við að anna eftirspurn út 2022 Forsvarsmenn Sony vöruðu nýverið hóp greinenda við því að fyrirtækið myndi ekki anna eftirspurn eftir PlayStation 5 út árið 2022. Vandræðin má bæði rekja til mikillar eftirspurnar og skorts, meðal annars á hálfleiðurum. 10. maí 2021 14:33 Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Fyrsta flug Play áætlað 24. júní? Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. 28. apríl 2021 06:36 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32
Búast ekki við að anna eftirspurn út 2022 Forsvarsmenn Sony vöruðu nýverið hóp greinenda við því að fyrirtækið myndi ekki anna eftirspurn eftir PlayStation 5 út árið 2022. Vandræðin má bæði rekja til mikillar eftirspurnar og skorts, meðal annars á hálfleiðurum. 10. maí 2021 14:33
Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31
Fyrsta flug Play áætlað 24. júní? Stjórnendur Play hafa ákveðið að fyrsta flug félagsins fari í loftið 24. júní næstkomandi, hefur ViðskiptaMogginn eftir heimildarmönnum. Samkvæmt sömu einstaklingum sé áfangastaðurinn „hernaðarleyndarmál“ en tilkynnt verði um hann á næstunni. 28. apríl 2021 06:36